Share on facebook
Einstakar olíur
Hefur þú hugleitt að innleiða ilmkjarnaolíur á vinnustaðinn ?
blog - AndrumsloftidAVinnustadnum.jpeg

Ilmkjarnaolíur eru einföld leið til að ná til starfsfólks, á ýmsan hátt, því sakleysislegur lampinn getur ýmist innihaldið piparmyntuolíu sem eykur kraft og eflir einbeitingu eða Thieves, sem eflir ónæmiskerfið og fækkar jafnvel dögum frá vinnu. Einstakar-Oliur-Lykill-ad-vellidan.jpg

Ilmkjarnaolíur eru aldagömul leið náttúrunnar til að virkja líkamann með hjálp jurta. Olían er eimuð úr plöntuhlutum og hver dropi inniheldur því margfaldan kraft jurtarinnar. 

Það má segja að við séum að færast nær uppruna okkar með því að nota jurtir til að stuðla að vellíðan, hvort sem er í starfi eða einkalífi.

Olíurnar styðja við hvert einasta líkamskerfi og líffæri :  Bein, vöðva, blóðrás, innkirtla og hormónastarfsemi, öndun og ónæmiskerfi sem og taugakerfið. 

Ein olía getur gegnt margþættu hlutverki, en engin ein olía leysir allt – ekki frekar en að eitt forrit leysi allar þarfir vinnustaðarins.

Það eru þrjár leiðir til að nota olíurnar :  INNÖNDUN – Á HÚÐINA – INNTAKA 

Þegar talað er um „The low hanging fruit“ í viðskiptum er átt við að taka skref sem er einfalt að innleiða, en jafnframt skef sem skila fyrirtækinu miklu. Low hanging fruit í þínu fyrirtæki gæti svo sannarlega verið að innleiða ilmkjarnaolíur og jafnvel aðrar eiturefnalausar vörur frá Young Living. 

Ég nefni Young Living sérstaklega, því að Í gruggugum heimi eiturefna og villandi merkinga er Young Living fyrirtæki sem stendur uppúr hvað varðar gegnsæi í framleiðslu og gæðaeftirliti.

Staðallinn SEED TO SEAL er að þeirra sögn ekki gæðastaðall, heldur loforð um að afhenda neytandanum einungis fyrsta flokks vöru sem hann getur treyst.  Hér er hlekkur á vefsíðu með upplýsingum um SEED TO SEAL

Það er því sterkur leikur að fjárfesta í ilmolíulampa og hágæða ilmkjarnaolíum fyrir vinnustaðinn og skipta í hreingerningarefni og sápur sem eru laus við óþarfa auka- og eiturefni.

Olíurnar gegna margþættu hlutverki

Sjáðu fyrir þér öflugan liðsmann í afstemmingum eða til að auka virkni og úthald á löngum fundum.

Sjáðu fyrir þér róandi andrúmsloft í móttökunni, sem umvefur ergilegan viðskiptavin.

Einstakar-Oliur-Thieves-hreingerningalogur.jpgStarfsandinn verður fyrir áhrifum af ilmkjarnaolíum sem gæða félagsandann jákvæðni og gleði.

Ofálag og streita er þekkt vandamál innan fyrirtækja í dag og kulnun því miður hugtak sem ég þekki á eigin skinni.

Ef það eru til ilmkjarnaolíur sem minnka stress á vinnustaðnum og auka einbeitingu og áhuga, er ekki þess virði að láta reyna á þá innleiðingu?

Kostnaðurinn er líklega ekki nema brot af þeim aðgerðum sem fyrirtæki hafa þurft að grípa til til þess að auka vistgæði vinnustaðar að ekki sé talað um að missa gott starfsfólk í veikindaleyfi vegna álags eða kulnunar.

Ráðgjöf við innleiðingu

cropped-Asset-3.png

Við hjá Einstökum Olíum erum að sjálfsögðu alltaf með ilmkjarnaolíur og aðrar eiturefnalausar vörur frá Young Living við höndina og ekki hægt að segja annað en að fyrirtækið blómstri.

Við viljum því bjóða þínu fyrirtæki uppá ráðgjöf við að innleiða ilmkjarnaolíur á vinnustaðinn

Þessi ráðgjöf felst í eftirfarandi hlutum :
 • Aðstoð við kaup á ilmolíulampa og pakka með 12 mismunandi ilmkjarnaolíum
  Möguleiki á að kaupa fleiri lampa.
 • Kennslu og ráðgjöf við að nota olíurnar
 • Fræðslu um eiturefnalausar hreingerningarvörur og hreinlætisvörur fyrir vinnustaðinn
 • Aðstoð og ráðgjöf við að stilla upp innkaupum, ýmist föstum mánaðarlegum eða eftir þörfum
 • Kynning á NingXia ofursafanum :  Er hann eitthvað fyrir þitt starfsfólk ?
Val um :
 • Fyrirlestur um kulnun og hvernig má nota ilmkjarnaolíur til að ná stjórn á huga og líkama
  Þar sem ég hef því miður persónulega reynslu af kulnun og því hvernig ég öðlaðist styrk með hjálp ilmkjarnaolía þá er mér bæði ljúft og skylt að deila reynslu minni – ekki síst ef það getur orðið til þess að koma í veg fyrir að slík ósköp í einhverju tilfelli
 • Fyrirlestur um eiturefnalausan lífstíl og vellíðan með hjálp ilmkjarnaolía
 • Ljúft skemmtilkvöld til starfsmanna með kynningu á ilmkjarnaolíum

Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og fá kynningu.  Það kostar ekkert en hver veit nema það sé fyrsta skrefið að enn betra andrúmslofti á vinnustaðnum.

Best er að hafa samband með því að senda póst á gulla@einstakaroliur.is eða í síma 666-1034.

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top