Share on facebook
Einstakar olíur
Mamma, þú ert olíumamma. Mamma hans Palla er ekki olíumamma og ekki heldur mamma Nonna. En ég held kannski að mamma Jóa sé olíumamma.

Þessar dásamlegu hugleiðingar fékk ég eitt sinn að heyra frá syninum þegar hann einu sinni sem oftar naut þess að láta baða sig í olíum þegar eitthvað bjátaði á.   Honum finnst hann nefnilega svo ótrúlega heppinn að eiga olíumömmu.

Þegar olíurnar komu fyrst inn á heimilið mitt, var óhjákvæmilegt að börnin yrðu þeirra vör.  14 ára stelpan mín var snögg að taka upp pakkann og setja lampann í gang með ilmandi piparmyntu og hún hefur æ síðan verið mjög opin fyrir að nota olíurnar. Kannski eins gott, þar sem hún þjáist af miklu mígreni og við notum olíurnar til að létta henni lífið.

Þegar 6 ára sonurinn var í vandræðum með að sofna var óneitanlega gerð tilraun á honum með því að setja dropa af Lavender olíu í magann á bangsanum hans og það þarf ekki að taka fram að hann var mun fljótari að sofna. 
Aðferðin þróaðist svo út í að búa til koddasprey handa honum, þar sem Lavender olían varð aðal uppistaðan en ég leyfði honum sjálfum að velja sér aðrar olíur í spreyið.

Hann hefur svo fengið að upplifa talsvert fleiri olíur eins og:

Hann á það til að verða reiður og missa sig í skólanum, svo ég bjó til blöndu handa honum í glas með rúllutappa og stakk í skólatöskuna.  Ef hann þarf á að halda getur hann alltaf laumast í töskuna og rúllað á sig smá róandi blöndu og andað henni inn.  

Young Living er með fleiri vörur handa ungunum okkar

Drengurinn okkar  hefur t.d. notað Life 9 góðgerlana til að hjálpa meltingunni og það kemur ekki til greina að fara í skólann á morgnana nema fá sér staup af NingXia safa áður. 

Nýverið ákváðum við að setja hann alfarið á mjólkur-, hveiti-, og sykurlaust fæði og þá féll ansi margt út af því sem honum þótti gott, m.a. kavíarinn á brauðið.  Þá kom Lavenderhunangið frá Young Living sterkt inn og minn er ekki síður glaður með það ofan á brauð auk þess sem það er hollara en sykraður kavíarinn.

Morgunmaturinn varð smá bras en þá vorum við svo heppin að Young Living er nýlega komið með á markað vörur úr Einkorn, bæði morgunflögur og granola sem ég set t.d. út í vegan-jógúrt.

Einkorn er elsta hveititegund sem vex á jörðinni og er mun grófara en hveiti.  Því hefur ekkert verið breytt af manninum og þess vegna eru margir sem þola það þrátt fyrir að þola ekki hveitið.

Hann fagnar því oft að geta leitað í olíurnar til að róa eða gleðja og hann þakkar mér oft fyrir að vera olíumamma.

Líka fyrir unglingana

Unglingarnir mínir nota olíurnar líka með góðum árangri.  Lavender og Tea Tree á bólur og auma húð, Frankincense á útbrot, allir eiga RC yfir veturinn og svo eiga þær allar sína slakandi olíu, ýmist StressAway eða Peace & Calming.  Citrus Fresh og aðra sítrusolíur hafa líka reynst mjög vel til að létta lundina yfir lærdómnum og auka einbeitingu.

Di-Gize var mikið notuð af einni þeirra, sem lengi vel gekk á milli lækna í leit að lausnum á miklu bakflæði.  Henni þótti gott að hafa Di-Gize á náttborðinu til að róa magann fyrir svefninn.

Þær nota líka heilmargt af öðrum vörum eins og bætiefnin :  Multigreens og Inner Defence, sturtusápuna, en ein þeirra er með mikið Parabenóþol og Young Living vörurnar eru án allra þannig aukaefna, svitalyktareyðinn, andlitssápur og krem.  Ein þeirra er mjög vond af mígreni og er oft mjög lystarlaus í verstu köstunum. Mér þykir þá frábært að geta sótt poka af NingXia safa, sem ég veit að er frábær næring fyrir hana.

Að skipta út úr skápunum - eiturefnalaus lífsstíll

Það er ansi margt sem ég hef skipt út úr skápunum eftir að ég kynntist Young Living vöruúrvalinu, því þegar ég fór að nota olíurnar þeirra þá kynntist ég jafnframt hugtakinu „Eiturefnalaus lífsstíll“. 
Þar á meðal eru allar hreingerningarvörur, þvottaefni, sápur ofl. sem ég hef skipt út fyrir Thieves vörulínuna frá Young Living.  Þetta eru vörur sem nýta sér krafta Thieves kjarnaolíunnar til að hreinsa á eiturefnalausan og náttúruvænan hátt en með ótrúlegum árangri. 

Mér þykir sláandi að heyra að þá tölfræði meðal konan setji á sig allt að 300 eiturefni á dag – þar af 80 fyrir morgunmat í formi sápa, snyrti- og förðunarvara, ilmspreyja, ilmvatna ofl. sem við notum.  Ég hef hreinlega velt því fyrir mér hvort það væri eitthvert samhengi milli eiturefna í snyrtivörum og t.d. aukinnar tíðni krabbameins og annarra sjúkdóma.

Nýlegar fréttir úr snyrtivöruiðaðnum segja okkur svo sannarlega ekki góðar fréttir, því iðnaðurinn er stútfullur af ódýrum auka- og eiturefnum sem færa framleiðandanum meira í aðra hönd á kostnað góðrar og hreinnar vöru.

Hugsunin mín er hreinlega sú að með öll þessi börn og stóru fjölskyldu þá væri burnout nóg til að leggja á þau – ég vil helst ekki að bæta lífstílstengdum sjúkdómum á listann.  Mér líður betur að hugsa til þess að ég er ekki að storka örlögunum með eiturefnum auk þess sem ég er þá líka að ala vitund um hreinar vörur upp í börnunum mínum.  Það eru jú þau sem þurfa að taka við jörðinni.

Ég hef tekið þá ákvörðun að vera olíumamma og nota einungis hreinar ilmkjarnaolíur og vörur úr þeim.   

Ég heyrði áhugaverðar vangaveltur fyrir stuttu :  Ungar mæður eru að skipta ýmis konar eiturefnum úr hreingerningar og snyrtivöruskápunum og telja sig vera að velja réttar vörur í staðinn.  Staðreyndin er svo kannski sú að þær skipta eiturefnunum út fyrir önnur eiturefni!  

Það eru alls ekki allar ilmkjarnaolíur á markaðnum hreinar eða þær bestu fyrir okkur.  Á sama hátt og það hefur komið í ljós að fínu kremin okkar eru full af óæskilegum efnum, þá er það líka staðreynd að margar „heilsuvörur“ og ilmkjarnaolíur á markaðnum innihalda slæm efni.  Efni sem eru oftast glær og lyktarlaus, þannig að við áttum ekki á þeim.

Sannfærð

Eftir að hafa kynnt mér Young Living fyrirtækið og vörurnar í rúm tvö ár, þá er ég sannfærð um að ég er virkilega búin að velja það besta fyrir mig, bóndann og börnin.  

Einstakar Olíur urðu til, hreinlega til þess að opna augu fleiri fyrir því hvað Young Living vörurnar eru frábærar. 
Það eru ekki margar olíur á markaðnum sambærilegar og þegar kemur að börnunum okkar, þá eigum við ekki að gera málamiðlanir þegar við höfum kost á að kaupa alveg hreinar og eiturefnalausar vörur.   

Ef þið mæður þarna úti hafið áhuga á að verða olíumömmur þá vil ég gjarnan aðstoða ykkur.
Þið getið sent mér tölvupóst á gulla@einstakaroliur.is og fengið betri upplýsingar, nú eða hóað vinkonuhópnum saman og ég kem til ykkar með kynningu.
Ekki skemmir fyrir að þær sem ákveða að kaupa sér grunnpakka með 12 ilmkjarnaolíum frá Young Living, fá 20 daga Facebook námskeið í bónus þar sem þær læra hversu óendanlega fjölbreytt er hægt að nota ilmkjarnaolíur sem eru svona hreinar.  

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top