Share on facebook
Einstakar olíur
Lavender cover

Þegar ég keypti fyrst olíupakkann minn frá Young Living þá líkaði mér ekkert sérlega vel við Lavenderolíuna.  Ég hafði aldrei fílað Lavender og var ekkert sérstaklega að gefa þessarri séns.

En sonurinn tók einhverra hluta vegna mjög hratt ástfóstri við fjólubláa glasið og fór að biðja um dropa í bangsann eða koddann á hverju kvöldi.  Fljótlega græjuðum við koddasprey handa honum og svo kom að því að ég fór að sælast í fjólubláa glasið líka 😮

Ég komst nefnilega að því að það er stór munur á Young Living Lavender olíunni og því Lavender sem ég hafði almennt forðast og flokkað undir „skítafílu“

Þó mér þyki ilmurinn af True Lavender olíu Young Living í dag mjög góður, þá nota ég þessa olíu líka við óandanlega mörg tækifæri :

Lavender glös
Lavender glös

Nýjasta trixið kom upp í hendurnar á mér í ferð sumarsins þegar sonurinn annars vegar setti súkkulaði af ís í bolinn sinn ☹  og sturtaði hins vegar yfir sig eldrauðum NingXia safa 😮

Ég greip það sem hendi var næst :  Lavender handsápu.  Og viti menn :  blettirnir hurfu alveg, svo Lavender reyndist vera hinn besti blettahreinsir líka 😊

En af hverju Young Living ?​

Ég sé svo marga sorglega hluti á netinu :

Ég hugsa stundum :  „hvað er að ungu fólki á Íslandi“  ☹   Um allan heim eru ungmenni að mótmæla áhrifum eiturefna og mengunar á jörðina á meðan Íslendingar eru ennþá á þeim stað að spá í peninga umfram gæði og hreinleika.

Ok, ég á mína sögu :
Árið 2016 spáði ég sjálf ekki nógu mikið í eiturefni í hreingerningarvörum, snyrtivörum og öðru á heimilinu.  Ég vissi sumt, annað ekki, og fyrir skemmtilega tilviljun rambaði ég á Young Living.  Þar kynntist ég fyrst hugtakinu „Eiturefnalaus lífstíll

Það var svo algjör fullkomnun í þeirri vegferð hjá mér núna í byrjun júlí 2019 að fara í Lavender Harvest hjá Young Living í Provance í Frakklandi. 

Við komum á hótelið okkar, Les Lavandines og þar var tekið á móti okkur með poka og bol úr lífrænni bómull, fallegri glerflösku til að nota undir vatnið  okkar næstu daga og dásamlegar, eiturefnalausar sápur og sjampó frá Young Living á herbergjunum.  Hver kannast ekki við það að koma á hótelherbergi og fá allskyns óræðar sápur og sjampó, stútfullt af kemískum ilmefnum ? 
Þetta hér var algjör dásemd  … meira að segja 8 ára sonurinn talaði um hvað hann var sáttur með Lavender sjampóið sitt 😊

Lavender Gjafir
Gjafirnar á hótelinu

Við tóku svo þrír dagar af fræðslu frá bóndanum sem stýrir Lavender framleiðslu Young Living í Frakklandi, Nicolas Landel.  Hann er einungis 29 ára, fæddur inn í rótgróna Lavender fjölskyldu sem í áratugi hefur framleitt Lavender fyrir Frakka – og síðar heiminn.  Faðir hans var sá sem kenndi Gary Young leyndardóminn á bakvið ræktun og eimun á True Lavender.  Á þeim tíma, þ.e. fyrir rúmum 25 árum, ræktuðu Frakkar aðallega Lavender til framleiðslu á ilmefnum, en það átti eftir að breytast.

Nicolas er sérlega viðkunnalegur náungi og frábær í að útskýra töfra Lavenderplöntunnar fyrir leikmönnum eins og mér.  Hann útskýrði t.d. muninn á „population“ Lavender og klónuðu Lavender. 
Það getur verið sérlega hagstætt  fyrir markaðinn að klóna Lavender plöntuna og rækta hana þannig að hún gefi af sér allt að sexfalt magn olíu.  Þannig fæst auðvitað mun meira magn af olíu – en á kostnað samsetningarinnar.  Klónað Lavender getur aldrei haft nema fast magn af innihaldsefnum og býður ekki upp á mikinn sveigjanleika, en hins vegar mikla olíu – af hvaða gæðum svosem hún er.

Nicolas Landel útskýrir Lavender
Nicolas Landel útskýrir Lavender

„Population“ Lavender líkti hann við samfélag fólksins.  Innihaldsefnin eru fjölbreytt, einn vill t.d. vakna (blómstra) snemma á meðan annar vill vakna (blómstra) seint og öll höfum við okkar mismunandi eiginleika.  Þessi fjölbreytileiki gerir það að verkum að olían verður mun ríkari af mismunandi eiginleikum og líklegra að hægt sé að framleiða hina fullkomunu „Lavandula Angustifolia“ : True lavender, með ríkari samsetningu af innihaldsefnum.

Þarna rann upp fyrir mér það ljós að ódýra Lavender olían í búðahillunum er ekkert endilega fyllt með gerviefnum –  hún gæti líka verið úr klónuðum jurtum.    Einnig gæti hún verið skorin á þeim tíma þar sem jurtin gefur af sér hvað mesta olíu, en skv. Nicolas Landel er BEST að skera Lavender stuttu eftir að jurtin hefur blómstrað því þá er hún ríkust af góðum innihaldsefnum, þó það sé ekki tíminn þar sem hún gefur af sér mestu olíuna.

Þarna er líklega komin skýring á því af hverju Young Living kjarnaoliurnar búa yfir þessarri miklu virkni sem er það sem vakti upphaflega athygli og aðdáun mína.

Lavender uppskera
Að tína Lavender

Eitt og annað kom upp úr dúrnum í spjalli hans við okkur, m.a. það að hann þurfti nýlega að henda ræktun af akrinum sínum vegna þess að það komu í hann bjöllur sem þau réðu ekki við.  Eins og hann sagði „That‘s nature“  en skordýraeitur er aldrei notað á ökrum Young Living.

Young Living í Frakklandi vinnur í því að fá bændur til samstarfs.  Það sló mig þegar Nicolas benti á þá augljósu staðreynd að það eru að sjálfsögðu ekki bændurnir sem vilja rækta illa – þeir eru einfaldlega að mæta kröfum markaðarins, þ.e. okkar.   Um leið og við viljum frekar kaupa ódýrar ólíur en góðar, þá mætir bóndinn að sjálfsögðu þeirri kröfu – jafnvel þvert á sannfæringu sína, því hann þarf jú að lifa.  Sannur bóndi veit hins vegar vel hvað þarf til að náttúran þroskist eðlilega og fái hann tækifæri, þá kýs hann þær aðferðir við ræktun umfram klónun, viðbætt gerviefni og eitur.

Þessi ferð mín til Frakklands, sem ég vissi ekki fyrirfram í hverju fælist, opnaði augu mín enn frekar fyrir því hversu miklu málið það skiptir að við veljum gæði umfram ódýrt magn.   

Ætlum við raunverulega að hjálpa jörðinni að verjast, eða viljum við bara vera náttúruvæn þegar það hentar okkur betur en annars snúa blinda auganu að vandamálinu og borga minna ?

Þú átt vissulega val

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top