Savvy Minerals eru förðunarvörur sem snyrtifræðingurinn Melissa Poepping hannaði. Hún hafði lengi leitað að eituefnalausum, gæða förðunarvörum sem hún gat sætt sig við, en endaði á að hanna línuna sína sjálf þar sem hún fann hvergi neitt sem uppfyllti kröfur hennar. Árið 2017 keypti Young Living svo Savvy Minerals fyrirtækið af Melissu og markaðsetur nú sem Savvy Minerals by Young Living. Þetta segir mikið um gæðin á Savvy Minerals þar sem Young Living setur mjög háa gæðastaðla á allar sínar vörur.
Savvy Minerals eru án allra gervi-, eitur- og aukaefna, þær eru „Cruelty free“, þ.e. ekki prófaðar á dýrum og framleiddar án allrar þrælkunar hvort sem er á börnum eða fullorðinum.
Allar vörurnar eru Vegan, nema varalitirnir þar sem það er notað býflugnavax í þá.
Viltu gerast heildsöluviðskiptavinur?
Ef þú hefur áhuga á eiturefnalausum förðunarvörum og hugsanlega öðrum ótrúlegum gæðavörum frá Young Living, þá getur borgað sig fyrir þig að gerast heildsöluviðskiptavinur og fá þannig vörurnar með 24% afslætti – eða jafnvel meira ef þú gerist tryggðarviðskiptavinur. Þá getur þú líka pantað sjálf(ur) í vefverslun Young Living og fengið vörurnar sendar heim að dyrum.
Sendu mér póst og ég segi þér allt um hvernig þú gerist heildsöluviðskiptavinur – án allra skuldbindinga