Með olíupökkunum er val um fjórar gerðir lampa eða úðara. Það er algjörlega háð smekk hvers og eins hver þeirra verður fyrir valinu því þeir eru svo sannarlega hver öðrum fallegri.
Young Living kýs að láta lampa fylgja með pökkunum til að tryggja að gæði olíanna skili sér örugglega alla leið til okkar. Vissulega eiga margir svona grip og telja sig ekki þurfa annan, en oft hefur komið í ljós þegar fólk fær Young Living byrjendapakkann sinn heim að gamli lampinn var alls ekki jafn öflugur og sá sem kemur með pakkanum.
Flest heimili geta hæglega þegið lampa í fleiri en eitt rými. Það er dásamlegur stuðningur við góða heilsu að hafa lampann í gangi yfir daginn með virkum og eflandi olíum og undirbúa svefninn með því að setja róandi olíur í lampa fyrir háttatímann. Að sjálfsögðu er ekkert því til fyrirstöðu að hafa lampa í gangi í svefnherberginu yfir nóttina.
Lamparnir frá Young Living eru allir með nokkrar hraðastillingar og þannig getur lifað mis lengi á þeim eða allt upp í 12 klukkutíma.
Allir eru með val um tólf mismunandi liti og litatóna, allt frá daufum, hvítum upp í að geta látið lampann flakka milli þess að vera gulur, rauður, grænn, blár, fjólublár og bleikur.
Verð byrjendapakkans ræðst af því hvaða lampi verður fyrir valinu.
Ofan á verðið bætist gjald fyrir sendingu og tollmeðhöndlun. Upphæð sendingargjaldsins er lægra ef valið er að fara í mánaðarleg tryggðarviðskipti.
Hér má sjá verðskrá m.v. gengi 10.7.2021