Byrjendapakkarnir eru frábært skref inn í lífsstíl með kjarnaolíum og lífsstíl án eiturefna.

Í pakkanum eru tólf ilmkjarnaolíur, hver annarri öflugri.  Sumum þykir mikið að kaupa allar þessar oliur – á meðan aðrir fagna því að þurfa ekki að velja.  

Staðreyndin er sú að þessar tólf eru hver annarri öflugri og betri.  Þær þjóna mjög mismunandi og fjölbreyttum tilgangi í að styðja við bæði andlega og líkamlega vellíðan.

Sumar róa og sefa á meðan aðrar hressa og veita orku.  Sumar eru frábærar á auma vöðva og likamsparta á meðan aðrar efla andlega heilsu.  Svo eru þessar sem styðja við ónæmiskerfið , öndunarkerfið eða meltinguna.  Hvert og eitt glas sér líka ýmis mismunandi hlutverk auk þess sem hver einstaklingur er mismunandi og olíurnar koma til okkar á mismunandi hátt.

Ekki má gleyma að með pakkanum fylgir námskeið á textaformi í lokuðum Facebook hópi, nýliðanámskeið sem er haldið á Zoom vídeó fundi og öflugur stuðningur við alla sem koma nýir inn í olíuvinahópinn ♥

Með olíupökkunum er val um fjórar gerðir lampa eða úðara.  Það er algjörlega háð smekk hvers og eins hver þeirra verður fyrir valinu því þeir eru svo sannarlega hver öðrum fallegri.

Young Living kýs að láta lampa fylgja með pökkunum til að tryggja að gæði olíanna skili sér örugglega alla leið til okkar.  Vissulega eiga margir svona grip og telja sig ekki þurfa annan, en oft hefur komið í ljós þegar fólk fær Young Living byrjendapakkann sinn heim að gamli lampinn var alls ekki jafn öflugur og sá sem kemur með pakkanum.

Flest heimili geta hæglega þegið lampa í fleiri en eitt rými.  Það er dásamlegur stuðningur við góða heilsu að hafa lampann í gangi yfir daginn með virkum og eflandi olíum og undirbúa svefninn með því að setja róandi olíur í lampa fyrir háttatímann.  Að sjálfsögðu er ekkert því til fyrirstöðu að hafa lampa í gangi í svefnherberginu yfir nóttina.

Lamparnir frá Young Living eru allir með nokkrar hraðastillingar og þannig getur lifað mis lengi á þeim eða allt upp í 12 klukkutíma.

Allir eru með val um tólf mismunandi liti og litatóna, allt frá daufum, hvítum upp í að geta látið lampann flakka milli þess að vera gulur, rauður, grænn, blár, fjólublár og bleikur.

Verð byrjendapakkans ræðst af því hvaða lampi verður fyrir valinu.  
Ofan á verðið bætist gjald fyrir sendingu og tollmeðhöndlun.  Upphæð sendingargjaldsins er lægra ef valið er að fara í mánaðarleg tryggðarviðskipti.

Hér má sjá verðskrá m.v. gengi 10.7.2021  

Desert Mist

Charcoal Lantern

Dewdrop

ARIA

Thieves

Byrjendapakkar með Thieves vörum. 

Pakkinn inniheldur úrval af Thieves vörunum

 • 15 ml. Thieves ilmkjarnaolíu
 • Aroma Bright tannkrem
 • Munnskol
 • Household Cleaner hreingerningarlöginn
 • Freyðandi handsápu
 • Sótthreinsisprey
 • Sótthreinsandi gel á hendur 
 • Uppþvottalög
 • Fljótandi sápu í þvottinn
 • 5 ml. Stress Away
 • 5 ml. Orange

NingXia

Einnig eru til byrjendapakkar með NingXia vörum. 

Pakkinn inniheldur úrval af NingXia vörunum :

 • Tvær 750 ml. flöskur
 • 32 * 60 ml. poka
 • 14 túpur af NingXia Nitro
 • 5 ml. Stress Away
 • 5 ml. Orange
Scroll to Top