Á þessarri síðu eru allar leiðbeiningar sem þú þarft til að kaupa þér ilmkjarnaolíur, skrá þig sem heildsöluviðskiptavin (= 24% afsláttur) hjá Young Living OG tengja þig undir Einstakar Olíur.  Með því að tengjast Einstökum Olíum munt þú til viðbótar við dásamlegu ilmkjarnaolíurnar þínar, fá þann fyrsta flokks stuðning og bakland sem Einstakar Olíur bjóða uppá.  

Þessi stuðningur felst meðal annars í :

 • Ókeypis 20 daga Facebook námskeiði sem kennir þér að  nota Young Living ilmkjarnaolíurnar á sem fjölbreyttastan hátt 
 • Lokuðum Facebook hópi með upplýsingum um olíur og aðrar Young Living vörur á Íslensku.
 • Góðu aðgengi að okkur sem erum fyrir ofan þig þannig að þú munt geta sent skilaboð eða hringt og fengið allar upplýsingar sem þú þarft.
 • Leiðbeiningar um það hvernig þú getur haldið áfram að kaupa Young Living vörur á sem ódýrastan máta.
 • Góðum stuðningi og kennslu ef þú vilt byggja upp viðskipti í kringum Young Living, hvort sem er til þess eins að fá þínar olíur fríar eða hafa Young Living að atvinnu.
 • Því til viðbótar færð þú aðgang að efni frá „upplínunni“ :  Lilju Dhara og Artemis í Ástralíu.
Það að kaupa ilmkjarnaolíur á þennan hátt er allt önnur upplifun en að kaupa þær í búðinni þar sem fræðsla og stuðningur er mun minni.

Til að skrá sig hjá Young Living

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um það hvernig þú getur skráð þig í heildsöluviðskipti hjá Young Living.
Viltu vita hvað felst í því að vera heildsöluviðskiptavinur ?  Smelltu hér

Smelltu á Young Living myndina hér að neðan til að skrá þig
Skráningarsíða Young Living opnast á nýjum flipa þannig að þú getur haft þessa síðu hér með leiðbeiningunum til hliðsjónar.

Ég mæli frekar með að þetta sé gert í gegnum tölvu en síma ef hægt er.  Skráningarsíða Young Living er stór og ekkert sérlega símavæn 

Mánaðarleg tryggðarviðskipti (Essential Rewards / ER) 

Ef þú vilt skrá þig strax í ER og nota fyrstu kaupin sem fyrstu ER-pöntun þá skaltu hafa samband við mig með tölvupósti á gulla@einstakaroliur.is
Það er snúnara að virkja ER um leið og skráninguna og of flókið að setja í þessar leiðbeiningar.

Hvað eru Essential Rewards (ER) tryggðarviðskipti ?   Smelltu hér 

Þegar þú smellir á takkann lendir þú beint inn á skráningarsíðu þar sem er búið að fylla út þær upplýsingar sem þar.

Númerið mitt er 10519909 (Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir – þó ég sé reyndar fyrir mistök skráð Jóhannesdóttir hjá YL)

ATH að ef þú lendir í því að hafa skráð þig inn með röngum upplýsingum eða stafsetningavillur skaltu leiðrétta það STRAX!  Annars er það meira bras.

Þú heldur áfram með því að smella á Continue takkann. 
Þá kemur upp lítill staðfestingagluggi þar sem þú staðfestir skráningu hjá Sponsor og Enroller númer 10519909 með því að smella á Continue.

Næst kemur síða þar sem þú velur þann pakka sem þú vilt fá með skráningunni.  

Flestir kaupa sér ilmkjarnaolíur með annað hvort DewDrop eða ARIA lampa, en það er hægt að fá bæði NingXia og Thieves pakka í staðinn.

Við mælum alltaf með olíupökkunum, þeir eru á mjög miklum afslætti frá Young Living og olíurnar eru jú það sem þetta snýst allt um.

Settu hak í þann pakka sem þú velur en slepptu öllu öðru á síðunni.
Neðst á síðunni eru tveir takkar : Continue Shopping og Enrolment Checkout.

Þú smellir á Continue shopping ef þú vilt bæta fleiru í körfuna þína, t.d. V-6 nuddolíunni, NingXia safa eða Thieves hreingerningarlegi.
* hafðu samband ef þú þarft aðstoð eða leiðbeiningar um það hvernig á að bæta í körfuna.  

Þegar þú svo smellir á Enrollment Checkout kemur fyrst Cookie Notice gluggi þar sem þú velur Agree.

 

Skráning 2

Upplýsingar um þig :

Þú byrjar á að setja inn upplýsingar um :
Nafn, Fæðingardag, Heimili, Tölvupóstfang (email) og síma.
Símanúmerið er númer sem DHL getur náð í þig í þegar þeir koma með sendinguna. 

Leiðbeiningar um reitina við rauðu númerin :

 1. Gefðu þér notandanafn
 2. Átta stafa aðgangsorð sem þú býrð til.  Þarf að innihalda Hástaf(i), Lagstaf(i) og Tölustaf(i)
 3. PIN : fjórir tölustafir.  Þetta númer þarftu að gefa upp  þegar þú átt samskipti við þjónustuver Young Living.
 4. Þú hakar við að þú sért Individual (jafnvel þó þú sért að stofna reikning á fyrirtækið þitt, sem er að sjálfsögðu líka hægt)
  Business liðurinn er einungis fyrir fyrirtæki í Evrópusambandinu.

  Mundu að haka í að samþykkja Terms and Contitions

 5. Loks smellir þú á Agree And Continue.
  Það geta komið upp villur í innslætti hjá þér, þá lagar þú þær og reynir svo aftur við hnappinn.
* þetta hér að neðan eru að sjálfsögðu gerviupplýsingar

 

Shipping & Billing :

Hér skráir þú kortaupplýsingar og smellir á Next takkann til að fara á síðustu síðu.

Lokasíðan :

Yfirfarðu að allar upplýsingar séu réttar og allar vörur sem þú vilt fá séu í körfunni.

Ef þú vilt bæta í körfuna getur þú alltaf smellt á Back takkann (tvisvar sinnum) og fundið Continue Shopping til að bæta við.  Enrollment Checkout takkinn fer með þig til baka á Lokasíðuna.

 

Gangi þér vel og hafðu samband við mig ef þú lendir í brasi.

Scroll to Top