Share on facebook
Einstakar olíur

Young Living viðskiptavinur

 
 • Hvað þýðir það að vera Young Living Heildsöluviðskiptavinur (member)?
 • Hver er hagurinn fyrir mig ?
 • ÞARF ég að panta meira ?
 • Er þetta ekki bara pýramídadæmi ?
 • Ég þoli ekki svona heimakynningar, er þetta ekki þannig ?
 • Hvað ef ég vil bara kaupa eina olíu ?

Þetta eru spurningar sem ég heyri reglulega og hér eru vonandi svör, sem geta hjálpað þér að taka ákvörðun um að gerast heildsöluviðskiptavinur hjá Young Living

Að vera heildsöluviðskiptavinur

Þegar þú ákveður að skrá þig sem viðskiptavin hjá Young Living færðu ákveðin réttindi.  

Flestir gera þetta með því að kaupa sér startpakka til þess hreinlega að fá sem best úrval af ilmkjarnaolíum á sem hagstæðustu verði.  Young Living VILL að þú kaupir startpakkann til þess að þú kynnist olíunum, sem eru grunnurinn.  Þess vegna er hann á 40-50% afslætti miðað við að kaupa olíurnar stakar.

 

Smelltu á myndina til að lesa um startpakkann

Það er ekki nauðsynlegt að kaupa startpakka, heldur er hægt að velja aðrar vörur

Þessi réttindi eru meðal annars : 
 • 24% afsláttur af almennu verði
 • Aðgangur að vefverslun þar sem þú pantar vörur þegar þér hentar og færð sent heim að dyrum með DHL
 • Val um að gerast tryggðarviðskiptavinur og  fá þá enn meiri afslátt og gjafir
 • Gjafir – bæði stórar og smáar þegar þú kaupir vörur
 • Stuðningur frá „upplínunni“ þinni og fræðsla um fleiri vörur
 • Aðgang að lokuðum hópum á Facebook, bæði íslenskum og enskum
 • Möguleikinn á því að kynna olíurnar fyrir vinum og fjölskyldu og fá nokkrar krónur að launum sem þú notar upp í þín næstu vörukaup
 • Möguleikinn á því að kynna Young Living markvisst og fá alvöru laun sem þú færð greidd inn á reikning
 • Þeir sem koma undir Einstakar olíur aðila fá jafnframt aðgang að námskeiði á íslensku þar sem þér er markvisst kennt að nota olíurnar í startpakkanum
 • Til stendur að opna vefsvæði fyrir Einstaka olíufélaga þar sem m.a. er hægt að vera með eigið blogg

ÞAÐ ERU ENGAR SKYLDUR 
Allt sem er talið upp hér að ofan er val – þú þarft ekki að kaupa reglulega og þú þarft ekki að kynna fyrir öðrum frekar en þú vilt og á þínum eigin forsendum.

Þarf ég að vera „undir“ einhverjum ?

Svarið er : Já – og þú vilt vera undir einhverjum  😊

Tilgangurinn með því að velja sér stuðningsaðila er einmitt þessi : að fá stuðning.
Með því að velja þér góðan aðila þá ertu að opna fyrir að fá fræðslu, geta spurt spurninga og fengð ráðleggingar nánast hvenær sólarhringsins sem er.  

Þetta er hlutur sem maður fær ekki með því að kaupa ilmkjarnaolíu í t.d. stórmarkaði

Til upplýsinga :  Þú getur gerst member hjá Young Living án þess að velja þér stuðningsaðila, en þá ertu ofstast sett/settur undir einhvern á Íslandi.  

Sanngjarnast er því að fara undir þann aðila sem kynnti fyrir þér olíurnar og vill hjálpa þér í að nota bæði þær og aðrar vörur frá Young Living

Þarf ég að kaupa meira ?

Svarið er : Nei, þú þarft þess ekki frekar en þú vilt

En ég spyr á móti :  

 • Af hverju viltu ekki kaupa þér meira af svona einstökum gæðavörum, sem eru án eiturefna sem eru að valda okkur heilsutjóni ?
 • Af hverju viltu ekki prófa fleira, t.d. NingXia safann, Thieves hreingerningarlínuna, Savvy Minerals förðunarvörur eða Seedlings barnalínuna ?
 • Hvar annars staðar getur þú keypt þér vörur í sambærilegum gæðum og fengið 24% – 43% afslátt ?

Ég ráðlegg þér að gefa Young Living nokkra sénsa, en eins og svarið segir þá er það ekki skylda

Er þetta ekki eitthvert svona pýramídadæmi ?

Ég spyr á móti :  Getur þú svarað mér því hvað pýramídadæmi er ?

Svarið er samt : Nei, þetta er ekki pýramídadæmi

Eins og hefur komið fram hér að ofan, þá er engin skylda fyrir þig að halda áfram af versla.
Hjá Young Living er fyrirkomulagið þannig að aðilinn fyrir ofan þig heldur engum réttindum nema vinna fyrir þeim og því er enginn áskrifandi að tekjum fyrir það eitt að hafa þig undir sér.  Svo er það líka þitt verkefni að láta þennan aðila vinna vinnuna sína, t.d. með því að spyrja þegar þig vantar upplýsingar eða ráðleggingar. 

Er þetta svona heimakynningadæmi ?

Svarið er :  Nei, alls ekki

Þú getur að sjálfsögðu fengið kynningu ef þú vilt
Þú getur líka ákveðið að halda kynningu, boðið góðum vinum í heimsókn og boðið þeim upp á ilmandi og fróðlega stund auk þess að fá gjöf að launum auk þess að upplifa 

En eins og hefur komið fram, þá færðu þú sjálf/ur aðgang að vefverslun Young Living og pantar þar með þínum afslætti – algjörlega án þess að þurfa að koma á eða halda kynningu

Hvað ef ég vil bara kaupa eina olíu ?

Svarið er :  Þá gerir þú það

 • Þú greiðir hins vegar fyrir hana fullt verð og nýtur engra kjara hjá Young Living.
 • Þú getur lika þurft að bíða lengur eftir henni, því Einstakar Olíur liggja ekki með stóran lager af Young Living vörum og þá þarf að bíða eftir næstu pöntun.
 • Sumar vörur hjá Young Living eru þannig að hver viðskiptavinur má bara panta eitt stk. í hverjum mánuði.  Það er alltaf gert með nýjar vörur til að tryggja að það sé nóg handa öllum viðskiptavinum og oft þarf að gera þetta við olíurnar þegar hráefnið er af skornum skammti, t.d. vegna uppskerubrests.  Það er því ekki víst að hægt sé að útvega þér vöruna fyrr en eftir einhvern tíma.

að lokum …

 

… hvet ég þig til að láta slag standa, panta þér startpakka og upplifa gæðin sem felast í Young Living ilmkjarnaolíunum.

Þetta sagði ung kona sagði eftir að hafa eignast startpakka með ARIA lampa : 
„Lampinn er búinn að vera í stöðugri notkun síðan við fengum hann í hendurnar!  Maðurinn minn ekkert minna spenntur fyrir þessu en ég!! 😍😍💙💕  
Við sitjum bara og störum á lampann – búin að prófa allar olíurnar.  Þetta er eitthvað sem ég hafði aldrei hugsað sjálf að mig myndi langa í/vanta“

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top