Piparmynta

kr.5,900

Piparmyntuolían frá Young Living er óendanlega fersk og fáar ef nokkrar sem standast henni snúning.
Hver dropi jafnast á við 28 bolla af piparmyntutei og krafturinn í henni er magnaður

  • Róar og bætir meltinguna – gott að bera á magann eða drekka í vatni
  • Kælir og er góð á spennusvæði eða þreytta vöðva, eykur súrefnisflæði til vöðva.
  • Getur aukið einbeitingu og er hressandi, hún vekur mann.
  • Opnar öndunarveginn við innöndun og gefur hressandi kraft

Varist piparmyntu á húð á börnum, blandið í V-6 grunnolíu til að nudda á húð.
Ef olían fer nálægt augum eða veldur óþægindum í húð, þarf að þynna hana með hreinni olíu (V-6 eða ólívulíu) til að minnka áhrifin.  Ekki dugir að nota vatn

Verð: 15 ml glas

Hvernig má nota :

Uppáhaldið mitt er að setja 2 dropa af piparmyntu í lófann, nudda höndunum saman í 3-4 hringi og anda svo DJÚPT að mér.  Nudda höndunum aftan á háls og á axlir og halda svo áfram að anda inn þar til myntan klárast af höndunum.  Vá, hvað það er hressandi
 – gulla

Einnig má setja einn dropa á handabakið eða í skeið og sleikja.  Skilar þér mjög ferskum munni
(Piparmyntan er ein af þeim olíum sem hefur fengið vottun um að það megi neyta hennar)

Við spennuhausverk skaltu blanda tveimur dropum í smá V-6 eða aðra grunnolíu og nudda á axlir og upp hálsinn.  Alveg magnað hvað hausverkurinn getur horfið hratt

Frábær í nudd á auma vöðva, best að blanda henni saman við V-6 nuddolíuna

Það er hægt að búa sér til sprey með því að setja nokkra dropa í nornahesli í spreybrúsa og fylla svo upp með vatni.
Svona sprey er mjög kælandi á heitum dögum og frískandi þegar slenið sækir á.

Piparmynta í lampann er að sjálfsögðu frábær
Einnig er gott að blanda 1-2 dropum af piparmyntu út í aðrar olíur til að efla þær, t..d út í Thieves eða Lemon

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Piparmynta”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll to Top