Náttúruleg förðun - án eiturefna
Vissir þú að til að fljótandi meik eða dagkrem haldist ferskt í 12-24 mánuði þarf rotvarnarefni svo vökvinn skemmist ekki. Það er algengt að húðin þoli ekki þessi efni og við fáum bólur, roða eða í verri tilfellum útbrot og kláða. Paraben eru dæmi um rotvarnarefni, en þau eru fleiri. Um leið og eitt efni fer á bannlista fer iðnaðurinn á fullt að búa til nýtt efni, næstum eins, sem er ekki bannað … ennþá.
Savvy Minerals farðinn sér við þessu vandamáli með því að aðskilja meik hlutann frá vökvanum.
Oft innihalda steinefnafarðar talkúm eða bismút en þau efni er ekki að finna í Savvy farðanum
Í farðanum eru bara fimm innihaldsefni : Asparbörkur, Kaolin leir, Jojoba olía, Mica og Aloe Vera. Kaolin leirinn er sérlega góður að því leiti að hann dregur í sig auka olíu úr húðinni og hjálpar þannig til við að berjast gegn bólum. Jojoba olían og Aloe vera koma í veg fyrir að húðin þorni of mikið
Misting Sprey kemur svo sterkt inn til að bleyta púðrið þannig að það sé einfaldara að bera á húðina og líka sem bæði grunnsprey og setting sprey .
Í Misting Sprey-inu eru efni sem eru góð fyrir húðina ásamt gæða ilmkjarnaolíum.
Fegurð án fórna
Savvy Minerals eru förðunarvörur sem snyrtifræðingurinn Melissa Poepping hannaði. Hún hafði lengi leitað að eituefnalausum, gæða förðunarvörum sem hún gat sætt sig við, en endaði á að hanna línuna sína sjálf þar sem hún fann hvergi neitt sem uppfyllti kröfur hennar. Árið 2017 keypti Young Living svo Savvy Minerals fyrirtækið af Melissu og markaðsetur nú sem Savvy Minerals by Young Living.
Þetta segir mikið um gæðin á Savvy Minerals þar sem Young Living setur mjög háa gæðastaðla á allar sínar vörur.
Savvy Minerals eru án allra gervi-, eitur- og aukaefna, þær eru „Cruelty free“, þ.e. ekki prófaðar á dýrum og framleiddar án allrar þrælkunar hvort sem er á börnum eða fullorðinum.
Allar vörurnar eru Vegan, nema varalitirnir þar sem það er notað býflugnavax í þá.
Ef þú hefur áhuga á náttúrulegum förðunarvörum þá ertu ljónheppin og hugsanlega komin á rétta staðinn. Savvy Minerals eru ekki bara náttúrulegar og án allra óæskilegra aukaefna, heldur fá þær einnig toppeinkunn fyrir góða liti.
Í þessu bloggi er útskýrt vel hvaða áhrif eiturefni í snyrtivörum geta haft á okkur : ‘Savvy Minerals’ Makeup Review & FAQ | Green Living | Sera Elisabeth
* ath að Savvy Minerals Starter Kit fæst ekki í Evrópu ennþá
Sjáðu hvernig Healthier Hannah leikur sér með Savvy Minerals Photoshop förðun.
Létt 5 mínútna förðun
Viltu borga minna ?
Ef þú hefur áhuga á Savvy Minerals og öðrum gæðavörum frá Young Living, þá getur borgað sig fyrir þig að gerast heildsöluviðskiptavinur.
Þá færðu vörurnar með 24% afslætti – eða jafnvel meira ef þú gerist tryggðarviðskiptavinur.
Þú pantar sjálf(ur) í vefverslun Young Living og færð vörurnar sendar heim að dyrum – án milliliða