Thieves

kr.9,350

Thieves® olíublandan er innblásin sögunni af fjórum þjófum í frönsku plágunni á 16. öld.  Blandan var þróuð af Gary Young eftir mikla rannsóknarvinnu m.a. úr heimildum á bókasöfnum í Evrópu um notkun krydda og kjarnaolía.  Líkræningjar notuðu sambærileg krydd og olíur þegar þeir fóru um og rændu líkin – án þess að smitast.
Eðli þessarar blöndu gerir það að verkum að hún skapar óæskilegt umhverfi fyrir pöddur og sýkla til að fjölga sér og þannig deyja þeir smám saman út.

Thieves er einstaklega kraftmikil olíublanda sem inniheldur m.a. limonene, eugenol, and eucalyptol.
Blanda úr : Clove, Lemon, Cinnamon Bark, Eucalyptus Radiata og Rosemary.

  • Frábær undir fæturnar til að styrkja heilsuna.

  • Thieves er ómissandi í úðarann á haustin – bætir loftgæðin, eflir varnir þínar.

  • Gott að setja 1 dropa í te eða í munnholið til styrkingar

ATH: HEIT OLÍA. Blandið ávallt Thieves til að nota á viðkvæma húð því hún er heit olía.
Ef olíur erta eða „brenna“ á að nota fitur (V-6 eða olífuolíu) til að draga úr óþægindum, ekki vatn.

Thieves er meira en bara ilmkjarnaolía, því hún hefur einstaklega hreinsandi og styrkjandi eiginleika, sem gera hana þess verðuga að fá sína eigin vörulínu sem samanstendur af ýmis konar hreinsiefnum fyrir heimilið og okkur sjálf

Verð: 15ml glas

Thieves er meira en bara ilmkjarnaolía, því hún hefur einstaklega hreinsandi og styrkjandi eiginleika, sem gera hana þess verðuga að fá sína eigin vörulínu. 
Thieves línan samanstendur af ýmis konar hreinsiefnum fyrir heimilið og okkur sjálf

www.einstakaroliur.is/Thieves

Hvernig má nota :
  • Undir iljarnar.  Þegar fer að hausta og pestirnar herja á, er gott að setja 1-2 dropa af Thieves undir iljarnar daglega. Það er mjög gott a bæta þessum dropum út í fótakremið, t.d. Seedlings Body Lotion.
  • Thieves er með skemmtilega kryddaðan ilm, sem gerir hana góða í ilmolíulampann.  Ekki skemmir fyrir að við innöndun eflir hún varnir líkamans jafnframt því að skapa góðan ilm.
  • Settu 1 dropa af Orange eða Tangerine ilmkjarnaolíu með Thieves í lampann til að gera ilminn glaðlegri og skapa smá jólastemmingu
  • Settu 1-2 dropa af Piparmyntu með með Thieves í lampann til að gera ilminn kröftugri og enn meira hressandi
  • Það er frábært að setja 1 dropa af Thieves út í bolla af góðu tei
  • Til að hreinsa gólfteppi : Settu 5 dropa af Thieves í matarsóda, blandaðu vel saman og láttu bíða yfir nótt eða þar til olian hefur alveg blandast matarsódanum. Stráðu blöndunni á gólfteppi, láttu bíða smá stund og ryksugaðu svo upp

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Thieves”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll to Top