Jólin eru alveg að detta inn með tilheyrandi hamagangi, en þessi jól núna eru öðruvísi en oft áður. Andlega heilsan hefur ekki verið alveg uppá sitt besta og ég hef reynt að henda öllu stressi út á hafsauga með aðstoð olía eins og Believe, Stress Away, Highest Potential og Lavender. Við hjónin erum ótrúlega slök (sumir myndu segja löt), flestar gjafirnar eru jú komnar en eftir að pakka þeim öllum inn. Fórum og sóttum jólatréð í dag, en alveg eftir að koma því upp og skreyta … ef út í það er farið þá eigum við að mestu leiti alveg eftir að skreyta allt. Sonurinn kvartar hástöfum yfir okkur og bendir í svekkelsi á hús nágrannanna, sem er allt í jólaseríum. Við björguðum okkur fyrir horn með því að skutla upp einu litlu jólatré í herberginu hans nú í kvöld
Fyrripart desember stukkum við og stelpurnar reyndar um húsið með Thieves hreingerningaspreyið og þrifum ofan af eldhúsinnréttingunni, viftuna, veggi og skúmaskot með þessum frábæra legi. Húsið virkilega ilmaði og ekki ólíklegt að ég taki annan hring með brúsann korter í jól bara til að fá þennan flotta og hreina ilm í húsið 🙂
Uppskrift :
- Vatn í 750 ml. flösku (Sniðugt að nota flösku undan NingXia safanum)
- 1 1/2 tappi af Thieves Household Cleaner
- 13 dropar Lemon
- 7 dropar Peppermint
- 3 dropar Purification
- Hellt í spreyflösku og hlaupið af stað.
Þetta sprey er hægt að nota í flest heimilisþrif : Á hillur, skápa, innréttingar, klósett og vaska, frábært á veggi.
Á fúgurnar : spreyja og láta liggja smástund. Nota svo gamlan tannbursta til að bursta upp.
Ég notaði þetta sprey á gamla microfiber stofusófann – spreyjaði á hann og lét liggja smástund. Burstaði hann svo með mjúkum bursta og þvoði svo með blautri tusku.
Ég varð ekkert smá sæl þegar gömul vinkona commentaði á það hvað sófinn minn væri allur annar!
Ég hef líka verið að dunda mér við að búa til X-mas Spirit jólasprey, fór með í vinnuna og hef verið að lauma í gjafir.
Uppskriftin :
- Vatn í 80% af spreyflösku.
- Vodki í svona 10-12% af flöskunni (ég hef ekki enn fundið Witch Hazel en á lítið notaða vodkaflösku inni í skáp og hún kemur að sömu notum) Vodkinn sér til þess að vatnið fúlnar ekki í flöskunni
- 10-12 dropar af Christmas Spirit olíunni
- 4-5 dropar af Clove – Negul olíu
- 2-3 dropa af Orange EF mér þykir negullinn verða of sterkur
- … fjöldi dropa fer eftir stærð flöskunnar. Best að byrja með minna, spreyja út í loftið, lykta og bæta í eftir þörfum
Ég hef síðan verið ógurlega dugleg að lauma hinum ýmsu jóla og stresslosandi blöndum í ilmolíulampann og svo sitjum við hjónakornin bara í sófanum og spjöllum frekar en að stressast fyrir jólin
- Pine og Orange
- Christmas Spirit og smá Negul (Clove) úti
- Northern Lights Black Spruce – hún nær mér alveg niður á jörðina
- 2 dropar Frankincense + 2-3 dropar Thieves + 2 dropar Orange.
– Kemur alveg í staðinn fyrir Christmas Spirit olíuna
Loks reyni ég að fá mér staup af NingXia safa daglega og drekk hreinsandi sódavatn með 1-2 Lime dropum útí til að vinna á móti öllu sukkinu.
Það á eftir að koma í ljós hvort ég panikka svo á aðfangadag, en þá á ég líka Stress Away Roll on við hendina og það reddar mér vonandi