Share on facebook
Einstakar olíur
Á síðustu fjórum árum hefur það ekki einungis gerst að við fórum að nota ilmkjarnaolíur frá Young Living, heldur höfum við tileinkað okkur nýjan lífsstíl. 
blog - AdobeStock_344969447_1920.jpeg

Sem ung móðir og húsmóðir á árunum í kringum 2000 þá var ekki svo mikið rætt um skaðleg efni sem eru notuð í hreinlætis- og hreingerningarvörur.  Ég átti alltaf krem eða töflu við því sem bjátaði á og heimilið var fullt af brúsum með ýmsu innihaldi sem taldist nytsamlegt.  Þó ég hafi talsvert spáð í næringainnihald og hollustu í mat og drykk, spáði ég minna í þessar vörur.

Það var í raun ekki fyrr en upp  kom að ein dóttir mín var með óþol fyrir Parabenum sem ég fór almennt að skoða innihaldslýsingar á sjampó- og sápubrúsum.  Skaðleg efni í ilmspreyjum, kertum og snyrtivörum komust þó aldrei inn á radar.

Þegar allt er sett í samhengi, þá kæmi mér ekki á óvart að eitthvað af þessum vörum hafi átt sinn þátt í erfiðri líðan, miklu ójafnvægi og að lokum kulnun.  

Ótrúlega margar vörur sem við notum dags daglega innihalda efni sem eru raskandi fyrir hormónakerfið eða hafa önnur slæm áhrif á líkamann.  Umfjöllun um heilbrigt hormónakerfi í góðu jafnvægi hefur orðið sífellt meiri síðustu árin og nokk ljóst að ýmislegt sem hrjáir nútíma konuna orsakast af ójafnvægi hormóna eða annarra líkamskerfa.  

Lausnin þarf þó ekki allaf að vera fólgin í lyfjameðferð heldur er vert að skoða aðrar leiðir áður eins og að taka til í skápunum okkar og hugleiða hvað við erum að bjóða líkamanum uppá.

Þannig að þegar ég keypti olíupakkann okkar frá Young Living á sínum tíma, gerðist talsvert fleira en að ég væri að kaupa góðan ilm inn á heimilið – það varð til nýr lífsstíll.

Í upphafi hugsaði ég olíurnar mikið til að byggja upp eigin orku.  Fljótlega komst ég að því að það var fleira en orka sem ég þurfti að vinna í.   

Ég fór að sogast að olíum sem voru jarðtengjandi og allt sem var unnið úr trjám fann ég að höfðaði mikið til mín.  Konan sem var sífellt á ferðinni í endalausum verkefnagír þurfti nefnilega að huga miklu betur að sjálfri sér og næla í innri ró

Ég þurfti líka að sigrast á eigin fordómum gagnvart því að þessi vökvi gæti í raun haft þetta mikil áhrif.  Ég las hálft internetið um ilmkjarnaolíur og hvaða áhrif þær eiga að hafa á líkama og sál.  

Niðurstaðan er í sinni einföldustu mynd sú að þetta er falleg blanda af efnafræði og líffræði.  Jákvæð efnafræði fyrir líkamann okkar á móti öllum þeim neikvæðu áhrifum sem mörg kemísk efni, sem eru búin til í efnaverksmiðjum geta haft.

Smátt og smátt fórum við því að tileinka okkur að nota olíur og vörur sem innihalda kjarnaolíur í daglegu lífi.

Það gerist nánast ósjálfrátt þegar maður kemst í kast við vörur í þessum gæðum, að taka þær í notkun fyrir heimilið í heild.

Olíurnar sjálfar eru að sjálfsögðu lykillinn að þessum dásamlegu lífsgæðum. 

 • Við setjum olíur í lampa til að hressa okkur við á daginn eða til að skapa róandi andrúmsloft á kvöldin. 
 • Thieves olían hefur verið mikið í lampanum undanfarið, þar sem hún er talin styrkja ónæmiskerfið.   
 • Joy blönduna notum við þegar fýlupúkinn sækir á
 • Við notum sítrusolíur í drykki og þeytinga
 • Lavender fer oftast hratt, enda svissneski vasahnífurinn okkar við ansi margar aðstæður
 • Ýmsar olíur og blöndur fara i skrifstofulampann til að rífa upp vinnustemminguna
 • Dream Catcher er vinsæl á náttborðinu, ásamt ansi mörgum öðrum dásamlega róandi blöndum.
 • Við eigum gott safn olía til að nota á auma líkamsparta
 • Tilfinningaolíur eru nauðsynleg stoð til að vinna úr málunum, ég tala nú ekki um þegar áföll skella á okkur.
 • Hormónastyrkjandi olíurnar eru geymdar í skápnum á baðherberginu
 • Svo fara olíur út í tásukremið á morgnana til að minnka óþef OG til  að styrkja, en það er þekkt leið að bera olíurnar undir iljarnar þar sem svo margir taugaendar og boðleiðir liggja þangað niður

En þetta er alls ekki allt, því að í vöruúrvali Young Living eru ótal margar vörur sem við notum dags daglega.

Allar sápur og hreinlætisvörur.   

Úrvalið af þessum vörum hjá Young Living er algjörlega frábært.  Best er að ilmkjarnaolíurnar eru notaðar til að bæta virkni hverar vöru og að sjálfsögðu til að gefa góðan ilm

Bætiefni

Bætiefnin eru efni í sérstakt blogg sökum þess hve þau eru einstök og öðruvísi.  Hvert bætiefni inniheldur kjarnaolíur sem meðal annars efla virknina enn frekar. 

Auk þess eru nokkur bætiefni frá Young Living sem innihalda eingöngu kjarnaolíur í hylkjum, eins og t.d. Longevity og Inner Defence.    Inner Defence er blanda nokkurra olía sem styrkja varnir líkamans.  Hylkin innihalda m.a. Thieves olíuna ásamt Oregano, Thyme og Lemongrass.

Allt eru þetta olíur sem hafa fengið vottun frá matvælastofnun Evrópu þess efnis að það megi nota þær til inntöku.  Þennan stimpil sjáið þið ekki frá mörgum framleiðendum ilmkjarnaolía, en hann segir margt um hversu hreinar og ómengaðar olíurnar frá Young Living eru. 

Olíur í matargerð

Sérstakt úrval kjarnaolía í matargerð  er einnig eitt af einkennum olíanna frá Young Living.  Þar leynast ýmsar girnilegar sem má bæði nota í eldamennskuna eins og t.d. Basil, Parsley, Rosemary og Turmerik eða í bakstur svo sem Lemon, Cardamom og Cinnamon.  Olíudropi í sódavatnið er daglegt brauð hjá mér og þá verða Lime, Grapefruit og jafnvel Fennel oftast fyrir valinu.  Orange olían er líka margfræg kakóolía og líklega sú sem kakóunnendur þekkja hvað best.

Hreingerningarvörur

Thieves línan er algjörlega einstök þegar kemur að heimilishaldinu.  Samsetning af öflugum kjarnaolíum sem hafa hreinsandi og bakteríudrepandi virkni.  Reyndar er vöruúrvalið í Thieves línunni ekkert ógurlega stórt, þar sem hver vara hefur fjölbreytt hlutverk.  Hreingerningarlögurinn er t.d. bara einn brúsi á allt : eldhús, baðherbergi, glugga, veggi, húsgögn o.s.frv.  Innihaldið í brúsanum er þykkni, sem er svo blandað út frá hlutverkinu hverju sinni og gjarnan bætt með kjarnaolíum.  

Thieve handsprittið hefur sannarlega komið sér vel á undanförnum misserum og margoft orðið uppselt hjá Young Living.  Handsprittið er blandað Aloe Vera sem kemur i veg fyrir handþurrk og toppurinn er svo piparmyntuolían sem gefur ógurlega ferskan keim.  Ég hef margoft fengið jákvæðar athugasemdir á þennan góða piparmyntuilm þegar ég dreg fram handsprittið mitt.

NingXia

Las einhver bloggið  mitt um NingXia safann ?

NingXia safinn á svo fastan sess í deginum okkar að við gætum bara ekki hugsað okkur lífið án hans.  

Það er ómetanlegt að senda börnin út í daginn eftir að hafa fengið sér skot af þessum fallega, dimmrauða drykk sem gerir ekkert annað en gott fyrir likamann þeirra.  Eða gera sér blöndu seinnipartinn þegar síðdegisslenið hellist yfir úr NingXia, Lime dropa og sódavatni.  Jafnvel með Nitro skoti á erfiðustu dögunum.   

Orkan hellist yfir, en blóðsykurinn heldur sér og þessi orka endist lengi.

Förðunarvörur

Fyrir um tveimur árum kom inn förðunarlína, sem átti svo sannarlega eftir að bæta lífið.  Hvernig í veröldinni geta förðunarvörur gert það ???

Jú, við skulum ekki gleyma að daglega er meðal konan búin að setja á sig um 80 mismunandi eiturefni að meðaltali – bara fyrir hádegi!  Eiturefni sem leynast í sápum ásamt kremi, púðri, meiki, maskara og svo framvegis.

Savvy Minerals inniheldur engin þannig efni og til að tryggja endingu varanna eru púðurhluti og vökvi aðskilin og einungis blandað þegar varan er borin á húðina.  Með þvi móti losnar t.d. þörfin fyrir rotvarnarefni, sem eru nauðsynleg í mörgum snyrtivörum til að halda þeim ferskum lengur.   Reyndar er svo heppilegt að kjarnaolíurnar sjálfar eru í eðli sínu rotverjandi og það nýtist einstaklega vel í öllum kremum frá Young Living, sem að sjálfsögðu innihalda fallegt úrval kjarnaolía.

Áhrifin á húðina mína þegar ég fór að nota Savvy Minerals vörurnar voru frábær.   Leiðinda bólur, margar af stærri gerðinni hættu að birtast og smám saman sá ég holurnar í kringum nef og enni minnka.  Hátt í fimmtugt hætti ég loksins að vera eins og versti unglingur

Ég er óendanlega fegin og hamingjusöm yfir að hafa lent í þessa vegferð lífsstíls án eiturefna.   Olíurnar gera margfalt meira fyrir okkur en efnasúpan gerði nokkurn tímann!

Hvað kostar þetta svo allt saman ?

Heimilið varð að sjálfsögðu ekki olíuvætt yfir nótt heldur tók ég þá ákvörðun að þegar ein vara kláraðist, þá var næst pantað frá Young Living.  Með þessu móti skipti ég smátt og smátt út í skápunum fyrir hreina vöru virkni kjarnaolíanna að vopni. 

Einnig kynnti ég mér mjög hratt tryggðarviðskiptin hjá Young Living.   Með því að panta mánaðarlega fékk ég 10% afsátt i formi punkta fyrstu þrjá mánuðina en svo hækkaði endurgjöfin í 20%.  Það munaði svo sannarlega um það.  Það hefur aldrei hvarflað að mér að hætta þessum viðskiptum svo nú fæ ég orðið 25% viðbótar afslátt af þvi sem ég kaupi til heimilisins þar sem tryggðarsamningurinn minn er orðin meira en tveggja ára. 

43% !!!

Stundum heyri ég því fleygt að fólki þyki Young Living vörurnar dýrar, en almennt er það frá fólki sem hefur ekki kynnst gæðum og virkni.   Það horfir jafnvel á fullt smásöluverð í stað þess að horfa á almennt verð til skráðra viðskiptavina  Young Living sem alltaf fá vöruna á heildsöluverði sem er 24% lægra en almennt verð. 

Vissulega er allt dýrt ef þú ert í gagnrýnu buxunum í stað þess að kynna þér hvaða möguleikar eru í boði.  Þetta er meira að segja ekki þannig afsláttur að þú þurfir helst að þekkja forstjórann til að fá hann.

Smá stærðfræði :

Vara kostar 1.000 krónur og  þú færð 24% heildsöluafslátt.  Þá borgar þú 760 krónur.

Ofan á það færð þú svo 20% afslátt í formi punktainneignar, sem eru þá 152 krónur.  

Eftir situr að varan kostaði þig 608 krónur i stað 1.000, sem er um 40% afsláttur, sem getur orðið 43% eftir tveggja ára tryggðarviðskipti.

Hagsýna húsmóðirin er algjörlega til í þennan díl

Sjálf byrjaði ég þennan lífsstíl með einum lampa,  tólf olíum og svo gott sem engri þekkingu.  Ég spái stundum í því af hverju þessi pakki endaði á að verða lífsstíll.  Svo sannarlega hef ég fengið að heyra fordóma fólks og gagnrýnisraddir – ég þyki líklega verulega skrítin af mörgum.

Eitthvað er það þó við olíurnar sem dregur mig að þeim og mér þykir lífið ófullkomið nema það sé olía við hendina.  Ég heillast af hugsuninni um hvað heimilið er orðið miklu hreinna í þeim skilningi að hér finnast nánast engin kemísk efni í þeim vörum sem við notum daglega.  Þó við vissulega finnist hér ennþá vörur sem innihalda eitthvað, þá er það í þannig magni að við erum ekki lengur að ofbjóða líkamanum með efnasúpu. 

Ég mæli alltaf með svona olíupakka fyrir þá sem vilja taka fyrsta skrefið.  Þá færðu blöndu af frábærum olíum fyrir ýmisleg tilefni.  Auk þess fylgir hjá mér námskeiðsefni og kennslu, þannig að þú lærir mismunandi notkunarmöguleika og ert fær um að heimfæra á fleiri olíur. 

Ef þig langar að fara í svona vegferð og kanna hvort hún er fyrir þig, er ég meira en til í að leiðbeina þér og miðla af öllu því sem ég hef lært undanfarin ár.  Sendu mér bara skilaboð

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top