Share on facebook
Einstakar olíur
Eitt það fyrsta sem vakti athygli mína í vöruúrvali Young Living var eldrauði NingXia ofursafinn. Ég smakkaði hann á kynningu og upplifði þvílíka orku bara af einu staupi. Þess má auðvitað geta að á því tímabili þjáðist ég af miklu orkuleysi svo NingXia varð algjört dúndur fyrir kerfið mitt.

 

Ég var ekki lengi að klára pokana tvo sem fylgdu startpakkanum og fór að skoða hvað myndi kosta mig að kaupa í stærri einingum.  Mér þóttu flöskurnar óneitanlega pínu dýrar – en ef þær gætu komið lagi á orkubúskapinn þá væru þær nú samt þess virði.

Svo heyrði ég líka af því að hægt væri að fá auka afslátt af þeim með því að panta mánaðarlega frá Young Living.  Það vakti forvitni mína, því auk rauða safans þá langaði mig að kafa betur í olíulindir vefverslunarinnar og sjá hvað leyndist þar fyrir burnout konu.

Þessi afsláttarklúbbur reyndist ansi flottur því bæði fékk ég auka afslátt af því að versla einu sinni í mánuði OG fullt af góðum gjöfum, en gjafmildi Young Living er nú eiginlega efni í sér blogg.

Safinn góði reyndist það mikið dúndur að nú fjórum árum seinna drekkum við hann ennþá daglega

Ég meina – hver vill ekki drykk sem rífur mann af stað út í daginn og eflir jafnframt líkamsstarfsemina en er án allra tilraunastofuefna.  Ég skal viðurkenna að tilhugsunin um innihaldið og að geta fengið svona góða orku úr jafn hreinum efnum styður mig algjörlega í þessum kaupum.

Úlfaber ( Wolfberry / Goji)

Úlfaberin (Wolfberry en líka þekkt sem Goji ber) í drykknum eiga uppruna sinn frá NingXia héraðinu norðarlega í Kína, skammt frá landamærum Mongólíu.  Það eru víst til 17 mismunandi gerðir af goji og úlfaberjum og NingXia berið þykir einstaklega kröftugt og ómengað.  Íbúar NingXia héraðsins eru víst sérlega langlífir og heilsuhraustir og er það rakið til umhverfisins á þessu svæði þar sem úlfaberin vaxa.  

Andoxandi eiginleikar úlfaberja hafa lengi verið þekktir og talað er um berin sem super-fruit eða ofur-ávöxt.  Í Kína hafa berin verði þekkt í þúsundir ára fyrir góð áhrif á heilsu þó mun styttra sé síðan vesturlandabúar kynntust þeim.

NingXia berið  inniheldur 19 amínósýrur, mikilvæg vítamín og yfir 20 steinefni, þar á meðal „germanium“ sem finnst sjaldan í fæðutegundum.  NingXia berin innihalda bæði lútein og zeaxanthin, sem styðja við augnheilsu og heilbrigt ástand augnbotna. 

Berin eru óvenju próteinrík af berjum að vera, því próteininnihald þeirra er um 13-15%.  Einnig eru þau rík af trefjum, innihalda meira C-vítamín en appelsínur og meira Beta-Carotane en gulrætur.  Allt berið er notað í NingXia safann til að tryggja að öll næringin úr því komist til skila.  

x

NingXia safinn

Safinn inniheldur ýmis frábær efni sem við fáum ekki mikið af úr nútíma fæðu, sem er líklega ástæða þess að margir upplifa kærkomna orku.  

Til dæmis inniheldur hann ríkulegt magn af B1, B6, B2, C og E vítamínum og steinefni eins og kalk, potassium, járn, selenium og zinc.  

Hann er nærandi, hreyfir lítið við blóðsykrinum og gefur langtímaorku.

Óneitanlega frábær stuðningur inn í daginn eða síðdegis þegar slenið herjar á !

Andoxun

Séu andoxandi kraftar safans mældir er talað um að 30 ml. jafnist á við 100 appelsínur, 814 bláber, 22 gulrætur, 4,5 kíló af spínati, 59 stilka af brokkoli, 73 jarðarber, 93 epli, 34 stóra lauka og 25 kíló af möndlum.  Þessar tölur eru að sjálfsögðu settar fram án ábyrgðar, en óneitanlega er safinn algjört dekur við kerfin okkar.

Andoxunarefni eru efni sem hindra eða hlutleysa sindurefni og koma í veg fyrir að þau valdi skaða á frumum og gera það þannig að verkum að þær endast lengur.  Einfalda skýringin er sú að þau hjálpa við að halda líkamanum ungum lengur.  Dæmi um oxun er það þegar eplabátarnir sem standa á borðinu fara að verða brúnir.  Andoxunarefni hægja á sambærilegu ferli í líkamanum okkar

Við þurfum að hafa jafnvægi í magni af mismunandi andoxunarefnum til að þau raunverulega geri gagn fyrir heilsuna.  NingXia RED drykkurinn inniheldur ansi fjölbreitt úrval andoxunar- og næringarefna, ólíkt mörgum sambærilegum drykkjum og það sem gerir hann gjörólíkan öllum öðrum orkudrykkjum á markaðnum er það að hann inniheldur kjarnaolíur.  Þetta jafnvægi á andoxandi innihaldsefnum er líklega ástæða þess hversu margir upplifa aukna orku, kraft og styrk við að byrja að drekka safann.

Ef þig langar að vita meira um andoxunarefni þá á vísindavefurinn svarið hér

Annað í NingXia RED

Þykkni úr

  • Bláberjum
  • Aronia berjum
  • Kirsuberjum
  • Granateplum
  • Plómum
  • Vínberjum

Berin og ávextirnir er unnið á þann hátt að sem mest af næringarefnum komist til skila í safann, en ekki einungis djúsinn.

Ekki má gleyma kjarnaolíunum

  • Orange
  • Yuzu
  • Lemon
  • Tangerine  

sem meðal annars gera það að verkum að safinn geymist í allt að mánuð í opnaðri flösku í ísskáp. 

Svo eru sítrus kjarnaolíur svo frábærir gleðigjafar með allt sitt d-limonane 

Seed to Seal

Öll vinnsla berjanna og safans fylgir Seed to Seal staðli Young Living, sem ég pesónulega er mjög hrifin af.  Staðallinn á að tryggja að heim í hús berist einungis fyrsta flokks vara, án allra aukaefna og leifa af skordýraeitri eða illgresiseyði.  

Mér líkar einnig mjög vel við þá stefnu Young Living að huga vel að bændunum sem vinna á búgörðunum þeirra.  Það viðhorf gildir ekki einungis um fólkið sjálft, heldur einnig fjölskyldur þeirra.

NingXia var svo sannarlega kærkomin orka í gegnum hrunið mitt og ég hef ekkert sleppt takinu á þessari dásemd aftur. 
Nú þegar breytingaskeiðið nálgast efa ég ekki að NingXia er frábær heilsustuðningur. 

NingXia fyrir krakkana

Tryggvi minn er svo sér NingXia kafli.  Drengurinn hefur tekið þvílíku ástfóstri við drykkinn að hann fer ekki úr húsi á morgnana nema fá rauða safann sinn.  Þá daga sem hann er óvenju þreyttur biður hann um extra skammt og greinilegt að hann finnur orkuna sem NingXia hefur honum.

Við höfum gert okkur klaka úr NingXia og toppurinn á lífinu var svo þegar hann komst í NingXia krapið í Lavender ferðinni okkar sumarið 2019.  Minn maður yfirgaf ekki krapvélina fyrr en allt var búið
(og mamman komst í þessari ferð að því hvað Lavender handsápan er frábær til að ná NingXia blettum úr fötum)

Hann dásamar NingXia ósjaldan og hefur orð á hvað hann sé heppinn að eiga svona olíumömmu.   Mér þykir ég líka ógurlega heppin að geta veitt honum þessa hollu næringu.

Það er svo sannarlega ekkert sem mælir gegn því að börn frá unga aldri drekki NingXia

Red leikurinn

Nú í sumar fór af stað góður sumarleikur á meðal olíuvina. 

Þá blöndum við NingXia safann með Lime kjarnaolíu og duftinu úr Sulfurzyme hylkjunum í 750 ml. flösku og fylltum hana svo með vatni.  Svo drukkum við 1-2 þannig flöskur daglega í 90 daga. 

Áhrifin voru hreint frábær.  Allir fundu góðan mun á orkubúskapnum, ein svo hressilegan að hún var farin að hringja í vini og spyrja hvort hún mætti ekki þvo bílana þeirra til að losa út allan þennan kraft.  Margir fundu góðan mun á húð, hári og nöglum, enda inniheldur Sulfurzyme bætiefnið sulfur, sem styrkir þessa þætti auk þess sem það er einn af hæfileikum LIME kjarnaolíunnar. Ein besta náttúrulega uppspretta sulfurs er í MSM (Methylsulfonylmethane) og hefur það einnig frábæra eiginleika sem styrkja liði, efla ónæmiskerfið, lifur og hringrásarkerfið svo eitthvað sé nefnt.  Sulfurzyme bætiefnið er samsett úr MSM og NingXia úlfaberjunum.  Þannig fær líkaminn nauðsynleg vítamín og bætiefni til að vinna úr og notfæra sér MSM, því MSM eitt og sér er til lítils gagns ef líkaminn nær ekki að vinna það upp.

Nánast allir upplifuðu góða vatnslosun, eflingu meltingar og ekki síst gleðina yfir því að drekka þennan dásemdar drykk, sem er ótrúlega bragðgóður og hefur eflandi áhrif.  Ekki má gleyma áhrifum LIME olíunnar á heildarpakkann því sítrusolíur eru náttúrlegir gleðigjafar og í raun ótrúlegt að sjá ef þú „gúgglar“ „sitrus essential oil benefits“ hversu margt jákvætt kemur upp.

Know your NingXia

Meira NingXia

Auk rauðu flöskunnar (sem er raunverulega glær en drykkurinn sjálfur er í þessum fallega dumbrauða lit)  og pokanna þá eru til aðrar útfærslur af NingXia :

Zyng 

er sambærilegt við orkudrykkina sem við sjáum í búð – fyrir utan að innihaldið er algjörlega náttúrulegt og dósin inniheldur engin vafasöm efni.  Zyng er mjög svalandi, orkugefandi, eykur brennslu og dósin inniheldur einungis 35 hitaeiningar.  Innihaldið er auk sódavatns, Lime og Black Pepper kjarnaoliur, hvítt te, þykkni úr perum, úlfaberjum og brómberjum.

Það er algjör snilld að hafa Zyng við höndina þegar okkur þyrstir í svalandi og náttúrulega orku.  Zyng hefur ekki verið til í vöruhúsinu í Evrópu um nokkurt skeið en mér til mikillar gleði er það núna komið aftur.

Nitro

er eins konar orkuskot í túpu.  Það er frábært að blanda Nitro saman við Zyng drykkinn eða út í slurk af NingXia RED og fylla þá glasið með sódavatni.  Ekki skemmir fyrir að lauma 1-2 dropum af LIME í þann drykk.  Það hefur ekki gerst í ansi mörg ár, en ég tók uppá að veikjast fyrir stuttu og var alveg orkulaus.  Þegar veikindin liðu hjá og vinnudagur hófst, var mér jú hætt að líða illa en óneitanlega var orkan ekki upp á 10 og þá blandaði ég mér þennan drykk.  Ég hafði alveg átt von á að þurfa að leggja mig yfir daginn, en þessi í stað var ég á fullu út allan daginn og upplifði ekki einu sinni síðdegisslenið margfræga.  Einhvers staðar las ég að það að blanda þessum tveimur útgáfum af NingXia saman gæfi meira úthald og staðfastari orku sem endist lengur en að drekka einungis NingXia RED eða Nitro

Nitro inniheldur jú koffein, en það er náttúrulegt koffein úr grænu tei.  Það ásamt kjarnaolíum, kóresku Gingseng, D-ribose og berjaþykkni er frábært og heilsusamlegt orkuskot yfir daginn.

Þurrkuð úlfaber

Ekki má svo gleyma að það er hægt að kaupa úlfaberin sjálf þurrkuð sem hollustusnakk.  Ófáir þannig pokar hafa horfið hjá mér í gegnum árin þar sem ég hef setið við skrifborðið og langað í eitthvert síðdegislast.  Reyndar hef ég heyrt að það að setja berin í heitt vatn eða te auki á áhrifamátt þeirra auk þess að vera mjög bragðgott, en ég hef nú bara tínt þau upp í mig og notið innilega þar sem mér þykja þau virkilega góð. 

Orkustykki

Einnig eru til orkustykki sem innihalda úlfaberin, bæði Slique og nýlega komu í ververslunina sérstök úlfaberja/próten stykki sem eru húðuð dökku súkkulaði.  Ekki slæmt fyrir nammigrísi sem sækja í hollara snakk.

Afsláttarkjörin

Þó það sé ekki nema fyrir allt NingXia úrvalið þá hefur það alltaf borgað sig hressilega fyrir okkur að hafa skráð okkur í mánaðarleg tryggðarviðskipti hjá Young Living og þannig notið hámarks afsláttar.  Í upphafi var hann 10% í þrjá mánuði, hækkaði þá í 20% og í dag fæ ég 25% afslátt af því sem ég panta í vefversluninni hjá Young Living.

Ósjaldan hef ég „keypt“ NingXia flöskur út á uppsafnaðar afsláttarinneign og þá er ég ekki að tala um eina og eina flösku heldur hef ég nokkrum sinnum pantað 8 stk í einni sendingu og einungis borgað extra lágt sendingargjald fyrir eða um 600 krónur). Ég minnist þess ekki nokkurn tíman að hafa fengið jafn rausnarlega endurgjöf frá þeim verslunum sem ég hef vanið komur mínar í á undanförnum árum.    Jú, vissulega eru stundum heilsudagar, en í þessarri heilsubúð fæ ég orðið 25% punktaafslátt ofan á öll mín viðskipti í hvert sinn.  

Það ber að taka fram að þessi kjör eru alls ekki bundin við þá sem kynna Young Living vörur heldur eru þau í boði fyrir ALLA viðskiptavini.

Rétt í þessu fór fram æsispennandi „Skæri, Blað, Steinn“ leikur í eldhúsinu þar sem strákarnir mínir börðust um síðustu dropana i NingXia flöskunni sem var við að klárast 🙂    Til allrar hamingju leyndist ný flaska í ísskápnum 

Við fjölskyldan teljum okkur verulega lánsöm að hafa aðgengi að jafn ótrúlega öflugri og hollri næringu og NingXia vörurnar eru.  

Startpakki með NingXia

Það er hægt að kaupa startpakka hjá Young Living með NingXia vörum í stað olía og lampa.

Pakkinn inniheldur þá tvær 750 ml. flöskur af NingXia Red, 32 * 60 ml. poka af NingXia Red, kassa af NingXia Nitro auk tveggja kjarnaolía : Orange+ og StressAway.

Það er virkilega gott að bæta dropa af Orange+ út í staup af NingXia, en einnig má setja hana í hrá-kakóið, súkkulaðikrem og m.a.s þykir hún góð á pizzuna

StressAway er dásamlega jarðtengjandi og róandi olía, sem m.a. er gott að rúlla á úlnliði, bak við eyru og á magasvæðið til að ná sér niður og taka kvíðahnútinn úr maganum.

Svona pakki kostar á gengi októbermánaðar 2020 rúm 30 þúsund og svo bætist við sendingargjald sem er mishátt eftir því hvort fólk velur sér mánaðarlegu viðskiptin eða ekki.   Smelltu hér til að sjá verðlista

Ef verð pakkans er reiknað yfir í verð fyrir hvern 30 ml. skammt af NingXia, þá er hver drykkur á rúmar 200 krónur.  Það  verð lækkar svo ef þú velur að skrá þig strax í mánaðarleg tryggðarviðskipti.

Mér er ljúft að svara öllum spurningum sem þú hefur og það fylgir því engin binding að senda á mig spurningar á Facebook eða gulla@einstakaroliur.is eða hreinlega bara hringja í mig í síma 666-1034

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top