Share on facebook
Einstakar olíur

Langar þig að halda Young Living kynningu fyrir góða vini á léttri kvöldstund ?

Young Living kynningar eru þrælskemmtileg leið til að kynnast olíunum betur í góðra vina hópi og ég hvet alla olíuáhugamenn til að spá í að halda kynningakvöld.  

Þau ganga þannig fyrir sig að þú sendir mér línu og við sammælumst um dagsetningu.
Ég bý til Facebook viðburð og þú býður 10-30 vinum og vinkonum (ekki hafa áhyggjur af þessum fjölda, það mæta aldrei svona margir )
Þegar nær dregur þá set ég skemmtilegar myndir og olíufróðleik inn á viðburðinn.

Við komum okkur saman um léttar veitingar á kynningakvöldinu en þetta á ekki að vera matarveisla og við getum t.d. ákveðið að vera með hnetur og smá nammi.  Eins gæti hvítvínsstaup og gott súkkulaði alveg slegið í gegn.

Ég mæti svo til þín með olíurnar, lampana og nokkrar spennandi vörur.   Þú mátt alls ekki vera með kveikt á ilmkertum í húsinu þennan dag til að rugla ekki lyktarskyn gestanna.

Það myndast oft mjög skemmtileg stemming við að sitja og nusa af mismunandi olíum og sitt sýnist hverjum um innihald og ágæti hverrar olíu.   Ég fer yfir helstu eiginleika þeirra, en fyrst og fremst snýst kvöldið um að upplifa og njóta og velta því upp hvort þú viljir verða Young Living neytandi. 

Óneitanlega hafa margir hreinlega heillast svo hressilega af bæði Lavender og Piparmyntuolíunum að nánari kynni af Young Living reynast óhjákvæmileg.  

Ég hef fengið skilaboð frá stelpum sem keyptu startpakka og sendu mér línu bara af því þær urðu að segja mér hvað þær væru ánægðar með pakkann.  Fátt gleður mig meira en þeir sem deila Young Living áhuganum með mér, því þess vegna er ég jú að þessu öllu.


Þú getur valið um Thieves tannkrem, Thieves handsápu eða Morning Start sturtusápu fyrir að halda kynningakvöld.  Það fer svo eftir því hvort og hversu margir nýir meðlimir skrá sig inn hversu veglegar aukagjafir þú færð.

Ef þig langar að hóa saman vinum á kynningu en hefur ekki húsnæði til að halda hana í, þá er líka í boði að hafa kynninguna heima hjá mér.

Endilega sendu mér línu á einstakaroliur@gmail.com ef þú hefur áhuga. 
Hlakka til að heyra frá þér
Gulla

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top