Share on facebook
Einstakar olíur
Hún var eins og ágengur gaur á bar korter í þrjú og ætlað svo sannarlega ekki að leyfa mér að fara heim án sín. Það stóð heima – um það leiti sem sýningunni var lokað, var ég að ljúka við Young Living skráningu og kaup á pakka með loforði um lykil að lífsgæðum.

Á Halloween daginn, 31.10. átti ég tveggja ára Young Living afmæli, en árið 2016 var ég skráð inn og fékk númer 10519909.    Rétt eins og í Les Miserables : Who am I ?

Hvað varð þess valdandi að ég ánetjaðist og keypti mér Young Living startpakka ?
Því er auðsvarað :  Herra Piparmynta.

Þessa helgi var heilsusýning í Hörpunni og ég stökk inn stuttu fyrir lokun.  Ég ráfaði milli bása, prófaði, smakkaði og innarlega var bar með Young Living ilmkjarnaolíum.  
Þar var mér gefinn fyrsti dropinn !   

Mér var gefinn einn dropi af Peppermint í lófann og svo leiðbeint eftir kúnstarinnar reglum að nudda lófunum saman í þrjá hringi, anda vel inn og nudda svo lófunum aftan á hálsinn, sem þýddi auðvitað að olían fór í kragann á úlpunni minni.  Ekki ólíkt kúnstum sem eru viðhafðar á dularfullum börum borgarinnar um miðjar nætur.

Piparmynta fyllti vit mín og þegar ég setti hana á hálsinn fann ég hvernig seiðandi tilfinning kælingar færðist yfir.

Ég ætlaði ekki að láta girna mig svo auðveldlega,  Eins og við öll erum  þá þurfti ég að sjálfsögðu að hugsa málið því ég var sko ekki að fara að stökkva á rúmlega 20 þúsund króna pakka án þess að hugsa vel !  Ég veit ekki hvað ég hefði hugsað lengi og væri sjálfsagt enn að, ef piparmyntan hefði látið mig í friði.  

En það gerði hún svo sannarlega ekki – hún áreitti mig stöðugt, lokkaði mig með stórkostlega ferskum ilmi, kitlaði nasirnar, kældi hálsinn og minnti mig stöðugt á sig.   Ég stóðst ekki mátið að bera lófana aftur og aftur upp að nefinu, ég meira að segja sleikt þá aðeins til að finna ómótstæðilega feskt bragðið og ég naut þess að snúa hálsinum létt og finna hvernig hún hélt stöðugt áfram að kæla vöðvana.

Hún var eins og ágengur gaur á bar korter í þrjú og ætlað svo sannarlega ekki að leyfa mér að fara heim án sín.  Það stóð heima – um það leiti sem sýningunni var lokað, var ég að ljúka við Young Living skráningu og kaup á pakka með loforði um lykil að lífsgæðum.

 

Eftir að ég yfirgaf Hörpuna fór ég og fylgdist með handboltaleik.  Meira að segja þar var ég áreitt, Piparmyntan var áfram í kraganum á úlpunni og naut þess að minna á sig  – minna á sælutímana sem við ættum framundan saman.

Svo merkilega vildi til að þegar pakkinn barst með DHL, var ég ekki heima.  Þegar ég kom heim var dóttirin búin að taka hann upp, setja lampann í gang og velja í hann olíu. 
Hverja nema minn stærsta veikleika : Herra Piparmyntu.

Þessi gaur er í dag orðinn okkar besti fjölskylduvinur.  Hann heldur enn áfram að tæla og kitla með sínu ómótstæðilega, kælandi fasi, en hann er líka fyrsta hjálp allrar fjölskyldunnar og mikill stuðningur við alla.

Sem dæmi þá kallar yngsta dóttirin eftir honum þegar hún liggur í mígreniköstum, sem eru ófá.  „Mamma, viltu sækja Piparmyntu og kaldan þvottapoka“ ❤
Því miður er Herra Piparmynta ekki læknir en hann er einstaklega góður stuðningur við auman ungling sem liggur í bólinu og getur hvorki farið á fætur né horft í ljós fyrir verkjum.

Ég bauð honum líka með mér í ræktina með því að lauma einum dropa í vatnsbrúsann.  
Fyrirfram hefði ég ekki trúað því hvað hann gat bætt mörgum levelum á spinninghjólið og gerði mér það auðvelt að anda í stútfullum sal af kófsveittu, hjólandi liði.   Fram að þessu hafði ég oft þurft að fara út í miðjum tíma til að anda, oft hafði ég kvartað undan loftræstingunni og nokkrum sinnum varla komist af hjólinu fyrir öndunarerfiðleikum og svima.  En þessi elska gerði það allt í einu að verkum að ég dansaði í gegnum grjótharðan spinningtíma með bros á vör

Hann varð staðalbúnaður í vinnunni.  Þegar siðdegisslenið herjaði á var hann töfraður fram, einn dropi í lófann, jafnvel dropi í munninn, andað inn og vinnudagurinn varð leikur á ný.
Á erfiðum stundum er hann oft kallaður fram til að styrkja mig til að halda áfram og gefast ekki upp.  Kraftmikil piparmyntan nær stöðugt að framkalla lífsviljann á ný og fylla mig orku til að halda áfram

Oft hefur hann stutt við fjölskyldumeðlimi og hlúð að þeim þegar magapínur herja á, en það er jú þekkt staðreynd að piparmynta linar magaverki.  Einnig hefur hann linað stífa og auma vöðva eftir íþróttaæfingar eða langa skólasetu. Hann er sérstaklega boðinn velkominn á háls og axlir og oft setjum við myntu á fingurgómana og nuddum í hársvörðinn.

Hann kom enn einu sinni á óvart um daginn.  Við vorum á fyrsta degi í rúmlega 30 stiga hita á Florida.  Að sjálfsögðu var arkað af stað í hitanum meö fjölskyldu sem er kannski ekki besta gönguformi í heimi svona síðla október og fljótlega var sonurinn farinn að kvarta yfir hlaupasting.
Eðlishvötin mín á þessum tveimur árum er farin að kalla á olíur sem fyrstu hjálp við öllu sem kemur upp og með í farteskinu var að sjálfsögðu enginn annar en fjölskylduvinurinn : Piparmynta.  Sonurinn fékk myntu á kviðinn og við gegnum áfram. Ég ætlaði varla að trúa þvi þegar hann nokkrum mínutum síðar tilkynnti að hlaupastingurinn væri alveg horfinn – þó reyndar sé ég löngu hætt að verða hissa á áhrifunum sem Young Living ilmkjarnaolíurnar geta haft.

Ég hugsa oft til baka til þess tíma þegar ég átti engar olíur, engan „Herra Piparmyntu“ né bræður hans og systur sem hafa fyllt lífið mitt með dásamlegum ilmi alla daga.

Þessar einstöku olíur urðu kveikjan að yngsta barninu : Einstakar Olíur og þetta blog um trausta vininn minn vonandi fyrsta blogg af mörgum um upplifun mína af Einstökum Young Living olíum.

Einstakar Olíur hafa eitt markmið :  Að allir fái tækifæri til að upplifa og prófa Young Living ilmkjarnaolíurnar.  

Það falla ekki allir á fyrsta dropa eins og ég gerði.  Það er í lagi – sumir falla aldrei. 
En ekki segja að þú hafir aldrei prófað.

Ilmkjarnaolíur eru eitt best geymda leyndarmál jarðar.  Það eru engar olíur hreinni en Young Living.  Ekki halda að þú þekkir ilmkjarnaolíur fyrr en þú hefur kynnst Herra Piparmyntu 😎

 

 

 

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top