Share on facebook
Einstakar olíur
Ég fullyrði, án þess að hafa rannsóknir á bakvið mig, að það eru fleiri dæmi til í heiminum um bráðatilfelli vegna notkunar á fæðubótaefnum en vegna notkunar á ilmkjarnaolíum.

Kulnun / Burnout

Fyrir tveimur árum var hugtakið „Kulnun“ varla til.   Pirringurinn, stressið, vonleysið og þreytan sem hrjáði mig var að mínu mati ekkert sem ég gæti ekki ráðið við, þó ég viðurkenni að vonleysið var orðið ansi yfirþyrmandi.  Ég þurfti bara að vera markvissari, vinna betur og reyna að virkja fólk í verkefninu enn meira eða fá yfirmennina til að bæta í deildina.  Ábendingar sem ég fékk um að ég væri að keyra mig um of voru óþarfa áhyggjur fólks sem vissi ekki að ég þrifist best í stressi og kröfuhörðum verkefnum.  Ég hafði jú nýverið hætt í vinnu af því mér leiddist, en eftirá að hyggja má segja að álagið þar hafi verið eðlilegt.

Auðvitað kom að því að ég krassaði – því verkefnastaðan mín var gjörsamlega vonlaus.

Ég var send heim og þar átti ég að finna útúr mér.

VR reyndist engin hjálp – enda „Kulnun“ ekki komin inn á radarinn þar á þessum tíma.  Það var með herkjum sem mér tókst að kreista nokkur meðaumkvunarorð út úr „ráðgjafanum“ sem ég talaði við.  Sem betur fer er málefnið komið upp á yfirborðið hjá þeim núna. Heimilislæknirinn hafði fá ráð önnur en vottorð og t.d heyrði ég ekki af Virk fyrr en tveimur mánuðum seinna.

Ég á sem betur fer frábæra vinkonu sem rak mig áfram í að sinna sjálfri mér.  Hún varð til þess að ég opnaði augun fyrir ýmsum aðferðum sem hjálpa sálinni eins og að fara til heilara og á núvitundarnámskeið, læra að hugleiða og eins var ég dugleg að fara í jóga.

Ilmkjarnaolíur til aðstoðar

Það var í öllu þessu ferli sem olíurnar bönkuðu uppá hjá mér.  Ég segi stundum að þær hafi verið sendar til mín, því að á öðrum tímum í lífinu hefði ég pottþétt ekki verið opin fyrir þeim.

Ótrúlegt nokk, þá eru það þessar litlu töfraflöskur sem ég þakka hvað mest fyrir að hafa náð stjórn á kollinum mínum aftur.
Í olíusafninu mínu leynast olíur sem hressa mig við, sem róa hugann, jarðtengja, gefa orku, styðja við hormónakerfið, laga stífa vöðva, styrkja ónæmiskerfið og svona má lengi telja.
Ósjaldan hef ég staðið við olíubakkann minn og leitað í örvæntingu að réttu olíunni til að styrkja mig inn í daginn og sem betur fer á ég orðið nokkrar frábærar vinkonur sem ég nota nánast daglega.

Ilmkjarnaolíur eru sem betur fer að komast inn í sjónlínu fólks, sem náttúruleg lausn til að styðja við líkamsstarfsemina okkar.  Ilmkjarnaolíur eru jú ekkert annað en eimaðar jurtir eða plöntuhluta, og eins og flestir sjálfsagt vita hafa jurtir í gegnum aldirnar verið það sem læknar og meðferðaraðilar hvers tíma höfðu til að meðhöndla fólk með.  Það er ekki fyrr en nú á síðustu áratugum sem lyfja- og fæðubótaiðnaðurinn ryðst inn og við erum farin að horfa á mikla ofnotkun lyfja við ýmsum kvillum sem ætti ekki að þurfa lyf á.  

Að sama skapi held ég að okkur gæti verið hollt að horfa til baka á þessar gömlu hefðir sem fela í sér notkun á jurtum í heilsubótaskyni en að falla um of í þá freistni að halda að fæðubótaefni séu lausnin okkar.  Því miður hefur sýnt sig að sá iðnaður á það til að skeyta ekki nægilega vel um áhrif innihaldsefna á líkamann okkar og ég fullyrði, án þess að hafa rannsóknir á bakvið mig, að það eru fleiri dæmi til í heiminum um bráðatilfelli vegna notkunar á fæðubótaefnum en vegna notkunar á ilmkjarnaolíum.

Nú tveimur árum seinna horfi ég til baka og er óendanlega þakklát fyrir litlu olíuglösin mín og dropana sem þau geyma.  Þau áhrif sem olíurnar hafa haft á bæði mig og fjölskylduna mína, hafa orðið mér hvatning til að keyra áfram þetta litla áhugamál mitt : Einstakar Olíur..  Ef Young Living ilmkjarnaolíur*  hafa gert mér svona ógurlega gott, bæði í að vinna mig í gegnum burnout og til almennrar heilsubótar,  er þá ekki líklegt að þessi leið gæti hentað fleirum ?

* ég nefni Young Living ilmkjarnaolíurnar sérstaklega því þetta er það vörumerki sem ég þekki og treysti.  Ég myndi sjálf ekki kaupa megnið af þeim ilmkjarnaolíum sem fást í búðunum – en ég tek fram að ég þekki ekki öll vörumerki eða framleiðsluaðferðirnar á bakvið þau.

 

Fyrirlesturinn: Kulnun - hjálp úr óvæntri átt

Fyrir rúmum mánuði var ég beðin um að standa á sviði og halda fyrirlestur um það hvernig ég notaði ilmkjarnaolíur til að ná mér aftur á strik eftir Kulnun.  Þetta varð mjög góð áskorun og eftirá finnst mér ég standa uppi með efni sem ég tel að eigi heima hjá fleirum.

Í þessum fyrirlestri kem ég inn á mína upplifun af þvi að brenna út, hvaða einkennum maður þarf að vera vakandi fyrir og svo hvernig ég vann mig áfram með aðstoð ilmkjarnaolía.

Hefur vinnuhópurinn þinn, saumaklúbbur eða vinahópur áhuga á að fá svona fyrirlestur til sín ?  Sendu mér línu : gulla@einstakaroliur.is

 

 

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top