Share on facebook
Einstakar olíur
Um síðustu helgi átti ég að mæta með veitingar í fjölskylduboð. Yngsta stelpan mín er með mikið mígreni og hún er í tilraun með að borða "Glúteinlaust - sykurlaust - mjólkurlaust " fæði, svo ég ákvað að gera eitthvað gott sem hún mætti borða.
Peppermint+ ilmkjarnaolía

Piparmyntu - hráfæðisbitar

Hér kemur fyrsta matarbloggið á Einstökum Olíum – vonandi fyrsta af mörgum

Um síðustu helgi átti ég nefnilega að mæta með veitingar í fjölskylduboð.  Yngsta stelpan mín er með mikið mígreni og hún er í tilraun með að borða „Glúteinlaust  – sykurlaust – mjókurlaust “ fæði, svo ég ákvað að gera eitthvað gott sem hún mætti borða.

Svo óheppilega vildi til að hún fékk mígrenikast blessunin og komst ekki í fjölskylduboðið, en mamman spændi í sig bitana og þeir munu svo sannarlega verða partur af jólabakstri fjölskyldunnar.

Það skal sérstaklega tekið fram að Peppermint+ olían frá Young Living hefur farið í gegnum vottunarferli og fengið stimpil um að það megi borða hana.    Það má því skipta flestu hráefni í uppskriftinni út NEMA ilmkjarnaolíunni.  Þar þarf að hafa sérstaka aðgát og einungis nota ilmkjarnaolíu sem þú treystir og hefur verið vottuð til inntöku.

Young Living olíurnar eru allar 100% hreinar og án aukaefna, en auðvitað er ekki þar með sagt að það megi borða þær allar, frekar en allar jurtir almennt.  Það er því frábært að vita að piparmyntuilmkjarnaolían hefur verið rannsökuð og vottuð sérstaklega að þessu leiti.  

Uppskrift

Blanda
100 g Rapunzel fræblanda – þurrristuð á pönnu
100 g kókosmjöl
250 g döðlur
3 msk. kakó

Allt sett í matvinnsluvél og maukað.  

Súkkulaðikrem 
2 dl kókosolía 
2 dl kakó
1 dl Rapunzel döðlusýróp 
5 dropar Young Living Peppermint+ ilmkjarnaolía

Hitað í potti við vægan hita

Blandan og súkkulaðikremið er sett saman sitt í hvoru lagi
Svo er báðum hlutum blandað vandlega saman í skál.

Jafnað í form eða á plötu, 
Flata Tupperware boxið mitt reyndist t.d. fullkomið því það má bæði fara í kæli og frysti og er með loki.

Kælt eða fryst og tekið út passlega fyrr partýið
Skorðið niður í hæfilega munnbita og sett í fallega skál.

Frábært að eiga þegar löngunin kallar eða kippa með sér í nesti.

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top