Share on facebook
Einstakar olíur
Það eru ófáar krónurnar sem ég hef eytt í alls kyns skrúbba, maska, hreinsi- og bólukrem því húðin á mér var alltaf gróf og full af drullu. Ég var löngu búin að sætta mig við að unglingsárin myndu líklega seint líða hjá þegar kæmi að húðinni minni sem var alltaf öll í bólum og útbrotum. Það var alveg sama hvað ég keypti dýrt og flott – aldrei gáfu bólurnar sig og ekki varð ég neitt fallegri.

Snyrtivörustress

Þessa dagana streyma inn fallegir bæklingar á glanspappír með auglýsingum um allt það nýjasta og flottasta í snyrtivöruheiminum.  Allir vilja selja okkur sitt í jólapakkann og mörg okkar fyllast valkvíða og stressi yfir þessum auglýsingum.

Ég var sjálf á þeim stað fyrir 1-2 árum að missa mig í bilaða taugaveiklun i hvert skipti sem auglýstir voru Tax Free dagar á snyrtivörum.  Ég varð að fara og gera góð kaup, annað hvort fyrir sjálfa mig eða dæturnar – kaupa eitthvað flott í pakkana handa konunum í fjölskyldunni og … og   Ég var sífellt að prófa eitthvað nýtt, en leið samt hundilla í snyrtivörubúðunum í leit minni að einhverju frábæru fyrir húðina mína.  Ég var hrædd við að spyrja og kynna mér allar þessar vörur og fullviss um að starfsmenn snyrtivörubúðanna gerðu stólpagrín að mér þegar ég labbaði út fyrir að vera ekki betur inni í málunum.  Oftar en ekki rak stressið mig svo bara öfuga út aftur eða ég keypti eitthvað gamalkunnugt, en þá fannst mér samt eins og ég hefði vel geta gert betur og keypt eitthvað enn betra.

Það sama gerðist í útlöndum.  Sephora hefur í gegnum tíðina valdið mér sérstökum óþægindum því þetta er jú sú flottasta af öllum og ég bara HLAUT að verða að versla þar.  Svo hljóp ég í hringi í leit að öllu þessu frábæra sem ég yrði að kaupa en fór sjaldan sátt út.   Almennt fékk ég stresskast í snyrtivörudeildum erlendra verslana og hentist um þær í leit að hagstæðum og góðum dílum og sóaði þar með fullt af dýrmætum ferðatíma.

Húðvörur og hreinsivörur voru líka stórmál.  Það eru ófáar krónurnar sem ég hef eytt í alls kyns skrúbba, maska, hreinsi- og bólukrem því húðin á mér var alltaf gróf og full af drullu.  Ég var löngu búin að sætta mig við að unglingsárin myndu líklega seint líða hjá þegar kæmi að húðinni minni sem var alltaf öll í bólum og útbrotum.  Það var alveg sama hvað ég keypti dýrt og flott – aldrei gáfu bólurnar sig og ekki varð ég neitt fallegri.

Savvy Minerals

Fyrr á árinu setti Young Living á markað nýja förðunarlínu :  Savvy Minerals by Young Living. 

Fyrst ég var farin að nota ýmsar aðrar vörur frá Young Living með góðum árangri ákvað ég að prófa að panta mér nokkra hluti úr Savvy Minerals línunni.

Það sem vakti ekki síst athygli mína var áherslan sem er lögð á að þetta eru allt hreinar förðunarvörur, án allra eituefna s.s. plastagna, parabena og annars óþverra sem maður heyrir orðið sífellt meira um í snyrtivörum.  Vitneskjan um að meðal konan er að setja á sig allt að 80 óæskileg aukaefni FYRIR MORGUNMAT í sápum og andlitsfarða vekur oft upp vangaveltur hjá mér um aukna tíðni krabbameins hjá konum.  Er hugsanlega eitthvað sem ég get gert til að forðast slíkt og í það minnsta ætti ég, margra barna móðirin,  ekki að vera að auka líkurnar á krabbameini með því að nota snyrtivörur sem ég veit að eru fullar af vondum efnum. 

Púðurfarði

Savvy Minerals farðinn er svolítið óvenjulegur, því andlitsfarðinn kemur í tvennu lagi :  Annars vegar þurrt steinefnapúður sem er aðeins með fimm innihaldsefni og hins vegar Misting Sprey. 
Galdurinn er svo að hella púðrinu í lokið á púðurdósinni, spreyja Misting Sprey í förðunarbursta og nota blautan burstann til að bera púðrið á sig.  Hljómar pínu flókið, en það er það auðvitað alls ekki og Internetið er stútfullt af góðum vídeóum sem kenna þetta.

Næst var að velja rétta litinn – úr NETVERSLUN!  Það var ekki einfalt val og til að vera viss keypti ég mér tvo liti :  Cool 1 og Warm 2 og svo Misting Sprey líka.
Fleira fylgdi með í pakkanum, t.d. varalitur og gloss.

Það kom skemmtilega á óvart hvað reyndist auðvelt að nota púðurfarðann og allar fyrirfram hugmyndir um bras og vandræði reyndust algjörlega óþarfar.  Það sem kom hins vegar verulega á óvart var Misting Spreyið. 

Dásemdin við Misting Sprey

Misting sprey hefur margþættan tilgang :  Það má nota það undir farðann, í farðann og sem sprey ofan á farðann.   Mér finnst þetta sprey algjör dásemd, það inniheldur fjöldann allan af ilmkjarnaolíum sem eru góðar fyrir húðina og er það er svo ótrúlega ferskt.  Að setja á mig púðrið er farið að verða eitt af uppáhalds verkefnunum mínum á morgnana, hreinlega vegna þess hvað það er hressandi.

Annar kostur við þessa samsetningu er sá að með þessu móti er hægt að fækka óþarfa ofnæmisvaldandi efnum úr farðanum. Venjuleg meik og krem þurfa að hafa í sér efni sem halda þeim ferskum í 12 – 24 mánuði.  Þetta eru oftast paraben eða önnur rotvarnarefni.

Litaval

Val á litum reyndist líka mun einfaldara en ég hafði átt von á – og mun einfaldara en í flestum öðrum merkjum. 
Það eru til ákveðnar viðmiðunarreglur :  Cool línan er t.d. fyrir rauða/bláleita húð á meðan Warm línan er fyrir hlýrri húðlit.  Púðrið er hins vegar þannig að það byggist upp á húðinni og það má auðveldlega blanda litum.  Ég nota t.d. Cool 1 sem grunn til að ná roðanum úr húðinni en set svo Warm 2 yfir til að ná fram hlýju.  Þessi samsetning þykir mér ganga ansi vel upp og svo fer það bara eftir tilefninu hvað ég nota mikið af Warm og blanda jafnvel smá Dark útí ef ég er að fara eitthvert út.

Það er talað um að nota framhandlegginn til að finna réttu litina sína en ég get illa notað hendur og handleggi til að prófa litaval þar sem húðin í andlitinu er mun veðraðri og með meiri lit en handleggirnir, sem eru í peysu flesta daga ársins.  Svo ég tók bara stökkið og það reyndist algjörlega hættulaust.

Dark linan er sérstaklega hönnuð fyrir litaða húð.  Það eru ekki margir Íslendingar sem falla í þann hóp, en ég ákvað seinna að prófa að panta mér Dark 2 púður í skyggingar frekar en nota Bronzerana frá Savvy, sem eru báðir glansandi eða „shimmer“.  Mér finnst þessi samsetning koma mjög vel út og einnig má alveg nota Dark púðrið í augnskugga eða til að dekkja hina litina.

Það eru í raun fáar reglur þegar kemur að Savvy Minerals förðunarvörunum og ansi margt sem gengur upp.

Hvað varð um bólurnar mínar?

Eftir nokkra vikna notkun á Savvy Minerals farðanum tók ég eftir því að bólurnar voru nánast hættar að koma og húðin var miklu hreinni en áður.  Ég hafði reglulega þurft að nota kornamaska til að hreinsa upp húðina og hún varð alltaf mjög gróf inn á milli.  Þetta ástand hætti alveg þegar ég fór að nota Savvy Minerals farðann og hefur ekki komið aftur. 

Skyldi það  vera vegna allra þeirra efna sem eru EKKI í Savvy Minerals ?

Kunzea olían

Í dag verð ég nánast hissa ef ég finn bólu og það er þá alltaf í kjölfar einhverrar óreglu í mataræði. 

Það má svo bæta því við að ég hef fundið frábæran liðsauka í baráttu við bólurnar, en það er ilmkjarnaolía sem heitir Kunzea og er ættuð frá Ástralíu og Tasmaníu.  Hún er náskyld Tea Tree, en með mun betri lykt.  

Ég á alltaf Kunzea í skápnum og gríp til hennar þegar þörf er á, sem er farið að verða örsjaldan núna, þökk sé Savvy Minerals púðurfarðanum.

Varalitir

Varalitirnir i Savvy eru svo önnur uppgötvun, en þeir eru silkimjúkir og með frábæra næringu fyrir varirnar.  
Þeir eru unnir úr býflugnavaxi – sem gerir það að verkum að þeir eru því miður ekki Vegan, þó ég ímyndi mér að býflugurnar séu hugsanlega örlítið stoltar af því að koma að framleiðslu á jafn góðum varalitum og þessum.

Glossið er líka mjög gott.  Það inniheldur piparmyntuoliu, sem örvar varirnar og gerir þær þrýstnar.  Nú er ég sjálf ekki gloss-manneskja, en ég þekki nokkrar sem nota þetta gloss oft á dag og eru alsælar með það.

Förðunarvörur sem róa hugann?

Einu hef ég tekið eftir í fari mínu sem hefur breyst :  ég er algjörlega hætt öllu Tax Free og snyrtivörubúðatressi.  Tax Free auglýsingarnar ná t.d. varla orðið inn á radar hjá mér og ég á orðið fullt af lausu plássi í baðskápunum, enda er ég orðin mun duglegri að henda úr þeim en bæta við.
Ég var í Bandaríkjunum um daginn og ég gat algjörlega labbað í gegnum snyrtivörudeildirnar án þess að fyllast örvæntingu yfir öllu sem ég væri ekki að kaupa og spara. Frekar naut ég þess að rölta um ströndina flesta dagana.

Tilfinningin sem ég fann var :  Ég þarf ekkert að spá i þetta – ég er BÚIN að velja mínar snyrtivörur.
Og þú getur ekki trúað hvílíkur léttir það var.

 

Fram til 3. desember er Savvy Minerals vörurnar á 30-40 % afslætti til viðskiptavina Young Living. 
Það er því kjörið að skrá sig í heildsöluviðskipti og prófa. 

Þá er einnig mjög sterkt að slá tvær flugur í einu höggi og kaupa saman Lykil að vellíðan með dásamlegum ilmkjarnaolíum og námskeiði ásamt Savvy Minerals förðunarvörunum á afslætti. 
Með því móti færð þú Young Living á lang hagstæðustu kjörum sem kostur er á.

Hér er hlekkur á nánari upplýsingar um Savvy Minerals förðunarvörurnar og nokkur vídeó
Svo skaltu ekki hika við að senda mér línu á gulla@einstakaroliur.is eða í skilaboðum ef þú vilt frekari upplýsingar.  Ég sit bara hér heima í rólegheitunum og bíð eftir pósti frá þér, enda algjörlega laus við öll hlaup í snyrtivörubúðir fyrir jólin 😊

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top