Share on facebook
Einstakar olíur
Í febrúar ætla ég í Feelings Bootcamp með hjálp ilmkjarnaolía og leiðsögn frá hinni áströlsku Artemis. Má bjóða þér að fylgjast með ?

Eitt af því sem ég hef lært á ferð minni um heim ilmkjarnaolía er að þær eru mjög öflugar í að vinna með tilfinningar og tilfinningastöðvar.

Læknir sem ég ræddi þetta við sagði að það væri ekki svo óeðlilegt því þegar olíum væri andað inn þá væri mjög stutt leið inn í miðtaugakerfið.  Mikið lengra kann ég ekki að fara í læknisfræðilegar útskýringar og vil alls ekki stíga inn í þann heim.  Internetið er að sjálfsögðu líka hafsjór af mjög miklum upplýsingum um ilmkjarnaolíur.  Margar greinar eiga það sameiginlegt að tala um virkni olía á framheilann í okkur, Randkerfið (the Lymbic system) og aukið súrefnisflæði.

Ég byrjaði að nota ilmkjarnaolíur eftir burnout og fann fljótt hvað þær gerðu mér gott á margan hátt.  Piparmyntan gaf mér kraft, Thieves efldi ónæmiskerfið og StressAway róaði mig mikið.  En mig vantaði meira og ég fór að leita lengra inn í heim Young Living og ilmkjarnaolía.  

Mér var bent á nokkrar til að prófa :

Endoflex

Olía sem styrkir innkirtlakerfið og jafnar hormónabúskap líkamans.  Mjög seyðandi og dásamlegur ilmur sem kallar á mig að vilja nota þessa olíu.  
Eitt af því sem ég tók eftir með Endoflex er að skapið varð jafnara.  Skapsveiflur og pirringsköst urðu mun fátíðari og mér finnst ég vera í meira jafnvægi þegar ég nota hana.  Það má segja að Endoflex auki lífsorkuna.

Valor

Valor er líklega frægasta og vinsælasta olía Young Living og ekki að ástæðulaustu því hún er algjör klettur.  Blanda af jarðtengjandi olíum sem veita styrk og hugrekki.  Frábær til að takast á við hið óþekkta – eða hreinlega til að komast framúr á morgunana og horfast í augu við daginn.

Believe

Dásamleg og styrkjandi olía sem varð fljótt ilmvatnið mitt.  Markmið Believe er að fá þig til að horfa á sjálfa(n) þig þannig að þér séu allir vegir færir og þú eflist í trúnni á ÞIG.  

Þurfum við ekki allar / öll á því að halda ?

Highest Potential

Náðu því besta fram í sjálfri / sjálfum þér og virkjaðu innri kraft og hæfileika með hjálp Highest potential.  

Mjög sterk og öflug blanda, sem vekur athygli þegar hún kemur inn í herbergið.

 

Sjáið þið hvað þessar olíur eiga sameiginlegt ? 
Þær vinna allar með tilfinningarnar með það að markmiði að styrkja.

Tilfinningar eru í sjálfu sér ekkert annað en ákveðin líffræði og það sem olíurnar gera er að virkja eða efla ákveðnar stöðvar í heilanum, innkirtlakerfinu eða annars staðar í líkamanum – stöðvar sem á einhvern hátt stjórna tilfinningum.

Þetta er auðvitað alltof flókið mál fyrir leikmanninn að útskýra – ég get bara talað um hvernig olíurnar hafa orðið til þess að jafna og stykja mig sjálfa og mínar tilfinningar.  Ég tala oft um það hér heima hvað ég sé í miklu betra jafnvægi og hvað það megi miklu meira ganga á án þess að ég pirrist eða skipti skapi.

Óneitanlega á ég stórt líf og oft á tíðum mjög snúið tilfinningalega.  Ég er búin að ganga í gegnum ansi margt af því sem nútímakonan þarf að takast á við :  vera einbirni þar til ég var allt í einu STÓRA systir, hálfsystir, dóttir, stjúpdóttir,  erfitt háskólanám, barneignir, giftingar, skilnað, stjúpbarn, mín börn, þín börn, fyrrverandi, núverandi, langveikt barn, öll börn með magaverki, kvíða, vinnuveitendur, of umfangsmikil verkefni, togstreitu milli vinnu og heimilis, frammistöðukvíða, vonleysi, Kulnun / burnout !!!  

Ekki segja mér að þetta reyni ekki á tilfinningastöðvarnar – en vissulega fór ég í gegnum þetta allt saman að töffaranum og kúlinu lengi vel.  Það var að sjálfsögðu dyggð að að vinna mikið, ég er mjög samviskusöm og vil alltaf skila topp árangri og finnst ég eigi að vera skotheld og áreiðanleg.  

Það var svolítið stórt að átta mig á því að ég er alls ekki skotheld, og vinnan með sjálfa mig síðustu tvö árin hefur aldeilis grafið upp ýmis sár og tilfinningar sem ég hafði bælt niður.  Ekki svo að skilja að neitt alvarlegt hafi gerst, heldur bara hlutir sem margir lenda í á einn eða annan hátt og ná eða ná ekki að vinna úr.  „Höfnun“ er t.d. tilfinning sem hefur oft dottið inn á vinnuborðið mitt – tilfinning sem ég sé eftirá að hefur mótað mig mjög mikið um ævina og ég hef aldrei unnið með.

Að fara í gegnum Kulnun er eitthvað sem ég óska engum.  Ég endurupplifi sumarið 2016 mjög oft, allar erfiðu tilfinningarnar, vonleysið, baráttuna, öskrin inni í mér og viljann til að breyta aðstæðum, áköll á hjálp sem náðu ekki eyrum hlustenda.  Og svo atvikið sem hrinti mér fram af brúninni.  Tilfinningarnar þann dag og dagana á eftir.  Þreytuna – ég hef aldrei á ævinni upplifað aðra eins örþreytu, og þó hef ég t.d. gengið með og fætt fjögur börn.  

Það tekur mörg ár að jafna sig eftir svona áfall … sumir jafna sig sjálfsagt aldrei en ég þakka reglulega fyrir að hafa fundið þessar olíur sem hjálpuðu mér.  Ósjaldan hef ég staðið fyrir framan olíubakkann minn, opnað nokkur glös, andað, borið á mig, opnað næsta … bara til að komast áfram út í daginn eða ná að meika kvöldmatartímann.

Feelings

Það er til pakki hjá Young Living sem heitir Feelings.

Í þessum pakka eru sex olíur sem vinna með tilfinningar á þann hátt að þær hjálpa okkur að losa út gamalt rusl og byggja aftur upp … held ég, því ég hef aldrei farið í gegnum það að nota Feelings pakkann.  Í pakkanum eru olíur með mjög áhugaverðum nöfnum :  Release, Harmony, Inner Child, Forgiveness, Present Time og Valor.

Í febrúar tek ég þátt í verkefni sem býðst öllum meðlimum Young Living á Íslandi.  Artemis, leiðtoginn okkar í Ástralíu býður okkur upp á námskeið í Feelings í febrúar.

Mér datt í hug að það gæti verið áhugavert að blogga um upplifunina af þessu námskeiði : 
Mun eitthvað breytast? Munu einhver gömul sár gróa? Upplifi ég einverjar tilfinningar sterkar en áður?  Mun mér takast að vinna í einhverju því sem er að plaga mig?  Munu hugsanlega aðrir breyta viðhorfi sínu til mín – hreinlega vegna þess að þetta viðhorf er einungis það hvernig ég held að þau sjái mig?

Það er enn tækifæri til að vera með á námskeiðinu hjá Artemis ef þú hefðir áhuga.  
Það sem þarf er að senda mér línu, gerast meðlimur hjá Young Living (ef þú ert það ekki nú þegar), kaupa Feelings pakka og skrá þig í vegferð

En annars bíð ég spennt eftir að sjá hvað kemur út úr þessu öllu og mun leyfa ykkur að fylgjast með. 

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top