Share on facebook
Einstakar olíur

Margir spyrja : hvernig kaupi ég þessa olíu – hvernig kaupi ég Thieves vörurnar – eða NingXia safann ?

Young Living vörurnar eru almennt ekki seldar mikið í smásölu, þó vissulega sé sjálfsagt að senda mér verðfyrirspurn og ég panta fyrir þig.


Young Living býður hins vegar upp á mun hagstæðari kjör fyrir þá sem vilja kaupa þessar frábæru vörur reglulega

Startpakki og lykill að Young Living heilsubúðinni

Með því að kaupa Young Living Premium startpakka, sem er seldur á mjög hagstæðu verði, þá færðu jafnframt lykil að Young Living heilsubúðinni á netinu.  Þar panta meðlimir sínar vörur sjálfir – án milliliðar og með 24% afslætti.  Afslátturinn getur orðið enn meiri fyrir þá sem velja að gerast tryggðarviðskiptavinir og panta sér vörur mánaðarlega.

Hér færðu nánari upplýsingar um innihald pakkans og verð : Lykill að lífsgæðum

Vinnan

Pakkinn er þar að auki lykill að viðskiptatækifæri. Þeir sem hafa áhuga á að gera Young Living kynningar að atvinnu, eða launuðu áhugamáli, öðlast réttinn til þess með því einungis að vera skráðir meðlimir hjá Young Living.  Það eru engin auka gjöld eða skráning sem þarf til að byrja að fóta sig í þvi að kenna öðrum að nota kjarnaolíur.

Námskeið hjá Einstökum Olíum

Pakkanum fylgir 20 daga Facebook námskeið hjá mér, sem kennir á startpakkann og allt það sem felst í honum.  
Þar sem það er haldið á netinu þá er ekki fastur mætingartími og þátttakendur geta verið hvar sem er í heiminum. 
* ath að þetta námskeið fylgir ekki hjá öðrum deifiaðilum en þeim sem tengjast Einstökum Olíum 

Einnig eru í boði námskeið fyrir þá sem vilja kynnast viðskiptatækifærum Young Living nánar og stuðningur við að byrja þá vegferð

Verð

Verð á pakkanum er háð gengi. Verðið hér miðast við gengi í júlí 2019

Startpakki með DewDrop lampa kostar um 28.400 krónur en pakki með ARIA lampa 44.300.  Þetta er verð á heildarpakkanum, með tollafgreiðslu og heimsendingu heim að dyrum (eða á pósthús úti á landi) 

Hvað ætti ég að kaupa fleira frá Young Living???

Með í startpakkanum fylgir vörulisti með yfirliti yfir fleiri Young Living vörur.
Fyrirtækið framleiðir ótal margt fleira en það sem er í startpakkanum, bæði mun fleiri olíur og olíublöndur og einnig vítamín og bætiefni, matvöru, hreinlætisvörur, snyrtivörur, förðunarvörur, vörur fyrir ungbörn ásamt ýmsu fleiru.

Og ekki má gleyma NingXia drykknum, sem allir ættu að drekka reglulega, en hann er eitt best geymda leyndarmál Young Living!

Finndu þinn Young Living Lífsstíl með því að smella á þennan hlekk og skoða bæklinginn á íslensku.

Young Living á Íslandi

Samfélag olíuvina á Íslandi er ansi virkt og getur gefið þér marga nýja og góða vini óskir þú þess.

Hópar á Facebook og svokallaðar dropastundir, sem eru kaffihúsafundir eða aðrar góðar stundir olíuvina, hjálpa þér bæði að kynnast betur vöruúrvali Young Living og einnig þessu yndislega fólki sem kýs að nota kjarnaolíur í margvíslegum tilgangi, í átt að bættri heilsu og vellíðan.

Árlega er svo haldin stærri ráðstefna þar sem erlendir gestir heiðra okkur með nærveru sinni og íslenskir olíuvinir deila sínum reynslusögum og þekkingu.

Einstakar Olíur eiga sinn lokaða Facebook hóp sem þú færð aðgang að þegar þú hefur gerst meðlimur hjá einhverjum í hópnum : Einstakar Olíur – meðlimir

Svo ef þú vilt vita meira skaltu endilega hafa samband við mig á Facebook eða gulla@einstakaroliur.is og ég skal leiða þig í allan sannleikann.

Svo getur þú hreinlega skráð þig í hópinn út frá þessarri síðu, sem inniheldur bæði leiðbeiningar og hlekk á að tengjast undir Einstakar Olíur :  Skráning 
Ég mun hafa samband við þig í framhaldinu, senda þér nánari upplýsingar og bjóða á námskeið 

 

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top