Share on facebook
Einstakar olíur

Ég finn hann stækka og magnast. 

Þennan stingandi hnút sem hreiðrar um sig í maganum á mér.  Hann þrýstir á öndunafærin svo það verður erfitt að anda, púlsinn hendist upp og ég verð andstutt.

 

Hvað er að gerast ?

Áðan var allt í lagi, en svo allt í einu líður mér svona.  Það gerðist ekkert – nema kannski lítill tölvupóstur með nýju verkefni.  Eða hugsun um að þurfa að fara í búð

Það er vont að liða svona, ég reyni að anda mig i gegnum hnútinn, en hann vill ekki fara.

Þá teygi ég mig í þessa grænu

Skjálfhent opna ég

Ég finn æð

Og helli

Glær vökvinn drýpur á úlnliðinn og ég finn sætan ilm læðast að mér.

Ég nudda úlnliðunum saman og nudda svo á hálsinn.

Ég ber hendurnar upp að andlitinu og anda djúpt inn .. lengra og lengra og finn hvernig seyðandi ilmurinn fyllir vitin. 

Blanda af jörð, trjám, sítrus, pínu sæt – dásamlega seðjandi

Ég get ekki hætt að anda inn, ég loka augunum, sé fyrir mér óendanlega rauðbrúna hlýju og langar að baða mig í henni – endalaust

Smám saman finn ég hvernig hnúturinn linast, púlsinn róast og ég fer að anda eðlilega.

Samt ber ég úlnliðina nokkrum sinnum í viðbót upp að nefinu og anda.  Það er erfitt að hætta.

Ég sæki mér einn dropa í viðbót og ber hann á gagnaugun og bráðum er ég mett.

StressAway hefur unnið sitt verk, róin færist yfir og ég get haldið lífinu áfram.

StressAway blandan segir sig sjálf, hún er hönnuð til að bægja stressinu burt og hleypa skynsemi og einbeitingu inn fyrir dyrnar.

Marg oft hafa unglingarnir á heimilinu nestað sig með StressAway fyrir próf og fyrirlestra auk þess að hafa litla flösku til taks í skólatöskunni ef álagið verður um of.

Svefnlausum andvökunóttum hefur verið styttur aldur með því að hafa StressAway á náttborðinu og nota fyrir svefninn eða klukkan fjögur á nóttunni, þegar líkaminn neitar að sofa lengur.

Stundum dugar ekki bara að anda og þá má líka setja dropa á magasvæðið – á árans hnútinn, og leyfa olíunni að vinna á honum.

StressAway er hluti af lykli.  Lyklinum frá Young Living að nýjum upplifunum, hreinum olíum og olíuvæddum vörum án eiturefna.

Smelltu hér til að kynnast Lyklinum  

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top