Share on facebook
Einstakar olíur
Alveg er það magnað hvernig er hægt að láta ræna sig jafn sjálfsögðum hlut og kvefi og kverkaskít. Tvær olíur eru búnar að vera í sérstakri varnarþjónustu við mig síðan á laugardagskvöldið : Thieves og RC

Liðsauki í baráttunni

Þegar ég var að fara að sofa á laugardagskvöldið áttaði ég mig á því að ég væri líklega að kvefast! 

Augun orðin hálf þrútin, hor í nös og hálsinn aumur.

Þá var herinn sóttur : Thieves og RC

Thives olían er undir áhrifum 16. aldar sögu úr frönsku plágunni.   Sagan segir að fjórir þjófar hafi náð að gera sér varnarskjöld úr jurtum og þannig geta farið á milli sjúklinga og rænt þá, án þess að smitast sjálfir.  Þegar þeir loks náðust fengu þeir náðun gegn því að gefa upp hvað væri í varnarblöndunni þeirra.

Thieves ilmkjarnaolían er innblásin af þessari sögu og inniheldur Clove (negul), Cinnamon (Kanil), Lemon (Sítrónu), Eucalyptus Radiata og Rosemary (Rósmarín) ilmkjarnaolíur.

Eðli þessarar blöndu er að búa til óhagstæð vaxtarskilyrði fyrir allskyns óværur til að fjölga sér og þannig smátt og smátt deyja þær út.  Negul ilmkjarnaolían er líka sú olía sem er mest andoxandi af þeim öllum og þannig er Thieves jafnframt frábær liðsauki í að byggja upp ónæmiskerfi líkamans.

RC (Respiratory Comfort) olían er öflug blanda sem miðar á öndunarkerfið.  Hún er full af Eucalyptus olíum, ýmsum gerðum af  greni ásamt fleira góðgæti sem hreinsar til í öndunarkerfinu okkar og er auk þess mjög góð í nudd á auma vöðva.

Með þessar tvær að vopni fór ég í bólið.

Ég andaði Thieves nokkrum sinnum inn og bar hana svo hraustlega  undir iljarnar.  Eins og allir vita þá eiga flest líffæri tengingu niður í iljar og því fullkomið að nota þá inngönguleið til að herja á óvelkomnar óværur.

RC bar ég svo á sínus-svæðið í kringum nef og upp á enni. 

Það þarf að passa mjög vel að hún fari ekki of nálægt augunum því hún framkallar ertandi tilfinningu .. sem líður reyndar hjá.  En ef svo óheppilega vill til að hún snerti augnsvæðið og mann fari að svíða, þá er bara að þynna hana með ólívuolíu, V-6 eða annarri hreinni olíu.

Ég fann líka hvernig svæðið við nefið var aumt og þurfti á góðri olíuinnspýtingu að halda svo ég nuddaði það vel með RC og hið sama gerði ég við ennið.

Loks andaði ég RC vel og lengi inn til að losa um hugsanlegar stíflur.

Ég vaknaði nú pínu ryðguð á sunnudaginn, en ekki ryðgaðri en svo að ég varði megninu af deginum í „haustverkum“ úti í garði.  Yfir daginn tók ég mér nokkra slurka af þjófum og öndunarvinum og einn bolla af Lemsip en lét annars öll kvefmeðöl alveg eiga sig.

Svo nýtti ég mér líka piparmyntuolíuna á hnakkasvæðið sem var hálf stíft, sjálfsagt út af ástandinu á mér.  Ég setti piparmyntuolíuna á  fingurgómana og nuddaði vel aumu svæðin, bæði hálsinn aftanverðan og eins inn í hársvörðinn, bæði á hnakka og gagnaugum.

Í gærkvöldi endurtók ég svo leikinn með Thieves undir iljarnar og RC á trýnið.

Í dag er ég bara ansi hress og nánast laus við allar óværur.  Ég hef þó ekki látið staðar numið, heldur mun ég nota þessar olíur næstu daga því ekki vil ég að ósköpin taki sig upp aftur.  
Sama gildir um krakkana – ég mun lauma nokkrum Thieves dropum undir iljarnar þeirra næstu daga til að koma i veg fyrir að þau hugsanlega veikist líka.

Almennt lít ég alls ekki á olíurnar mínar sem lækningu við nokkrum hlut eða til að meðhöndla veikindi.  Í þessu tilfelli passaði ég mig á að grípa nógu snemma inní til að leyfa hlutunum ekki að verða að vandamáli og þannig finnst mér best að nota ilmkjarnaolíur.

Fyrir mér eru ilmkjarnaolíur leið til að stuðla að bættri heilsu og vellíðan á náttúrulegan og eituefnalausan hátt.

Þess vegna vel ég líka að nota Young Living olíur fremur en olíur frá öðrum framleiðendum, því ég veit að þetta eru 100% hreinar olíur og án faldra aukaefna.

Rétt eins og fólk kýs að mæta í ræktina og borðar hollan mat, þá geta ilmkjarnaolíur verið hluti af daglegum lífsstíl en ekki eitthvert vúdú sem er einungis á færi skottulækna að kunna á.

Það má segja að Thieves og RC hafi því rænt mig veikindunum í þetta skiptið – ekki að ég sé neitt sérlega ósátt.

Að sama skapi eru Thieves og RC fyrir mig Lykill að bættri heilsu og vellíðan.

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top