Share on facebook
Einstakar olíur
Þegar fólk á mínum aldri tekur átak í ræktinni kallar það óneitanlega á ýmiskonar eymsli og þreytuverki. Það er kannski alveg óháð aldri, en frekar en að leita í lyfjaskápinn þá vel ég að nota ilmkjarnaolíur til að líkamanum líði betur og sé fljótari að jafna sig.

Nuddolían

Í fyrsta lagi skiptir máli að vera með góða nuddolíu til að blanda ilmkjarnaolíunum í.  Margar af þessum ilmkjarnaolíum sem ég nota á vöðvana eru „heitar“ og húðin þolir þær ekki öðruvísi en blandaðar.  Svo er líka hálf ómögulegt að bera þær á nema með burðarolíu, því þær fara svo hratt inn í húðina.  Það þarf líka að hafa í huga að alvöru ilmkjarnaolíur eru mjög „concentreraðar“  og hver dropi er fjársjóður.  Við erum því ekkert að gluða þeim á okkur, heldur notum bara það sem þarf.

Í Young Living línunni eru nuddolíur sem nýtast vel á auma vöðva:

  • V-6 olían er alveg hrein jurtaolía, sem má blanda hverju sem er í.  Það má meira að segja nota hana í andlitið, til að fjarlægja farðann eða í serum og þá með 1-2 dropum af t.d. Frankinsence eða Lavender út í.
  • Ortho Ease, sem er sérstök olía ætluð fyrir þreytta og stressaða vöðva.  Í henni eru olíur eins og Juniper, Piparmynta, Eucalyptus, Timian og fleiri góðar vöðvaolíur.   

Ég nota báðar þessar olíur sem grunn í nudd og bæti svo í þær þeirri olíu sem á að taka völdin.  

Ilmkjarnaolíurnar 

Í vörulínu Young Living eru um 300 kjarnaolíur og olíublöndur og því úr ansi mörgu að velja.  Þessar olíur sem ég nota eru alls ekki tæmandi listi yfir allar kjarnaolíur sem gagnast á auma vöðva, heldur eru þetta einungis þær sem hafa komið til mín ef það má segja svo.  Vildarprógrammið hjá Young Living er nefnilega alveg frábært að því leiti að með hverri mánaðarlegri pöntun fylgja ýmsar gjafir.  Þannig voru aumir vöðvar t.d. í fókus einn mánuðinn hjá þeim og þá duttu nokkrar góðar vöðvaolíur í hús, m.a. Aroma Siez, Peppermint og Eucalyptus olía.   

Þrjár af þessum olíum sem ég nota eru svo í YL ilmkjarnaolíupakkanum, en hann inniheldur 12 olíur sem eru á toppnum á vinsældalistanum og þar af leiðandi auðvitað þær mest notuðu.  Þessar olíur eru Piparmynta, PanAway, Copaiba og svo minnist ég líka á Lavender auk NingXia safans, sem einnig fylgir með í olíupakkanum.

Piparmynta (Peppermint) 

Þekkt fyrir kælandi og hressandi áhrif, bæði á líkama og sál.  Ég set mintuna oft á hálsinn á mér, en það eru víst örlög þeirra sem fá langan háls í vöggugjöf að uppskera eymsli að launum.  Þetta er ein af þeim olíum sem ég er alltaf með í vinnunni ef eitthvað kemur upp, hvort sem er aumir vöðvar eða hreinlega bara blóðsykursfall eftir hádegismatinn.  Þá set ég piparmyntuna í lófann, strýk lófunum saman í þrjá hringi og anda svo myntunni alveg niður í tær.  Piparmyntuolían er ekki síður góð út í vatnsbrúsann í ræktina.  Ég set 1 dropa í 500+ ml. af vatni og þetta gefur mér mikla auka orku.  Svo spillir ekki fyrir að piparmyntan auðveldar öndun í stútfullum spinning- eða ræktarsal þar sem súrefni er af skornum skammti.  Svona vatnsblöndu er ég líka oft með í vinnunni, enda ekkert smá hressandi.

Wintergreen

Við eimun á Wintergreen laufinu losnar út náttúrulegt verkjastillandi efni, Methyl-Salicylate.  Wintergreen olían er því frábær á auma vöðva og einnig er hún góð fyrir bein, sinar, festur og annað sem hrjáir oft.  Þessi olia er mjög sterk og ekki ráðlegt að bera hana óblandaða beint á húðina, heldur setja hana í nuddolíu.  Sjálf nota ég Wintergreen mikið á mjóbakið og stóru vöðvana í rassi og niður í læri.  Þá set ég 3-4 dropa í nuddolíu, ber á mig og nota svo hnúana til að ná dýpra.

PanAway

Blanda af nokkrum olíum, þar á meðal Wintergreen.  PanAway inniheldur líka olíu sem heitir Helicrysum og er mjög græðandi, og svo er í henni Clove (Negull) og Piparmynta.  Nafnið á PanAway segir líklega hvað mest um hlutverk hennar og ég get fullyrt eftir að hafa snúið á mér ökklann í sumar, að þessi olía ber nafn með rentu.  

Einnig er gott að setja nokkra dropa af PanAway í Epsom salt og svo í baðvatnið.  Þá liggur maður i dásamlegu hitakremsilmandi baði sem fer virkilega vel með kroppinn.

Copaiba

Mjög sérstök olía, sem er tappað úr trjám í Brasilíu og kvoðan svo eimuð.  Copaiba gegnir á margan hátt svipuðu hlutverki og PanAway, hún er frábær á auma vöðva og verkjaða staði.  Hún er jafnframt mjög róandi, bæði á líkamann og einnig við innöndun.  Copaiba er t.d. ein af olíunum í StressAway blöndunni, þar sem hún gegnir lykilhlutverki í að róa hugann, þar sem hún inniheldur mjög hátt hlutfall Beta Caryophyllene (sniðugt að gúggla hvað það gerir) 

Aroma Siez

Blanda af nokkrum góðum og krydduðum vöðvaolíum:  Basiliku, Majoram, Lavender, Piparmyntu og Sýprus. Þetta eru olíur sem örva m.a. blóðflæði og eru góðar á þreytta vöðva.  Aroma Siez er líka frábær aftan á hnakkann og á þreytta fætur.  Ég setti nuddkúlu á Aroma Siez flöskuna mína, því mér finnst gott að geta rúllað henni á hnakkann og aftanverðan hálsinn.
Ef það koma fram óþægindi í húðinni þá þarf að þynna hana með hreinni olíu, t.d. V-6.

Cool Azul vöðvagelið

Það má alls ekki fara í gegnum svona upptalningu án þess að nefna Cool Azul vöðvagelið, sem er mjög kælandi á vöðva og algjörlega frábært bæði fyrir og eftir rækt.  Ég set það mjög gjarnan á axlir og háls, ekki síður fyrir spinningtímann en eftir hann.  Svo er þetta gel líka voða róandi á harðsperrur og margir sem ég þekki kjósa að nota það á aumar hendur, úlnliði og handabök eftir lyftingar.  

Á brunasár og þegar húðin rifnar myndi ég samt allan daginn mæla með Lavender ilmkjarnaolíunni, sem er rosalega græðandi.

NingXia

Virkilega góð orka í ræktina og líka í daglegu lífi.  T.d. fer strákurinn minn aldrei í skólann nema fá sér NingXia með morgunmatnum.

Ég mæli með að þeir sem eru í átökum og þurfa frábæra orku og hreina næringu kíki á þetta vídeó.  Fyrst 50*Iron Man gaurinn ákvað að nota NingXia þá hlýtur þetta að vera alvöru

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top