Share on facebook
Einstakar olíur
Þegar kemur að því að pakka niður fyrir fríið, þá hefur nýr listi bæst við það sem þarf að taka með : olíulistinn 😊

Ekki svo að skilja að olíurnar séu hrein viðbót, því ýmislegt er skilið eftir heima í staðinn.

Ég tek alltaf nokkrar olíur með mér inn í flugvél eða bíl

Piparmyntan er bráðnauðsynleg og gegnir nokkrum hlutverkum :  við ferðaveiki róar hún magann og hefur ósjaldan gagnast syninum … og einnig okkur hinum.  

Ég á það til að sofna í ýmsum óþægilegum stellingum fyrir hálsinn og vakna upp öll stíf og verkjuð.  Þá er mikill léttir að nudda hálsinn með piparmyntuolíunni, og ekki verra að bjóða Copaiba með í þann dans.
Svo getur verið gott að anda henni að sér til að yfirgnæfa ýmis konar lykt af samferðafólki í flugvél.

Piparmyntan er reyndar með í veskinu allt fríið og hefur m.a. verið notuð við hlaupasting, til að fæla geitunga af matardiskum, á auma vöðva og spennu og svo er mjög gott að setja hana út í drykkjarvatnið til að bragðbæta það, en vatn er víst ekki alls staðar jafn gott og á Íslandi.  Einnig er gott að eiga Lemon olíu út í vatnið.

Ég fæ ósjaldan nefrennsli af loftræstingum, bæði í flugvélum og á hótelum og nota þá RC til að losa um og opna öndunarveginn aftur.  Einnig ber ég hana á nefgöng eða bringu ef nefrennslið þróast  út í kvef – sem það gerir nú sjaldnast ef ég grip hratt og vel í RC glasið.

Lavender er alltaf í töskunni því maður veit aldrei hvað kemur uppá :  Ég hef borið hana á strákinn minn þegar við komum heim úr Ameríkuflugi og hann steinsvaf megnið af leiðinni og náði að mæta í skólann kl. 8 daginn eftir.  

Lavender er mjög græðandi og fer á öll sár, skrámur og bruna.  Í síðasta ferðalagi gerðist það t.d. að ég var að borða djúpsteikta Jalapeno poppers og þegar ég beit í, rann sjóðandi heitur ostur á vörina á mér.  Það sem var hendi næst var Lavenderglasið, ég bar vel á vörina, aftur seinna um kvöldið (meira til öryggis) en fann svo ekkert meira fyrir þessu óhappi. 
Einnig er mjög gott að nota Lavender í munninn, á bitsár, munnangur ofl. sem getur komið upp á ferðalagi, því þau krem eru pottþétt ekki með í för svona almennt (reyndar er ég alveg hætt að kaupa krem á munnangur eftir að ég fór að nota Lavenderoliuna )

Eitt sinn lenti ég í því að samferðamaður í flugvél var greinilega mikið veikur og kastaði oft og reglulega upp allt flugið.  Hugsanlega eitthvað smitandi – ég vissi það svosem ekki, en ég gerði það reglulega í gegnum flugið að anda að mér Thieves olíunni til að styrkja varnirnar mínar. 
Ég sé svo sannarlega fyrir mér að taka Thieves með í ferðina mína til Tanzaníu núna í haust

Previous
Next
Previous
Next

Svo eru það aðrar ómissandi olíur :

DiGize, því þegar meltingin fer í vitleysu þá er mjög gott að bera hana á kviðinn.  Hún er líka róandi fyrir magann og mjög góð við ferðaveiki, þar sem hún er blanda af engifer, juniper, fennel og fleiri góðum jurtum sem vinna gegn flökurleika.   Reyndar er ekki óvitlaust að grípa glas af Life9 gerlunum með í ferðina, en það eru lang bestu og virkustu gerlar sem ég hef nokkurn tíman notað og ég var búin að prófa þá flesta með litlum árangri.

Purification ætti að vera skylda í öllum ferðalögum.  Í fyrsta lagi er hún frábær skordýrafæla en einnig vinnur hún gegn ýmis konar lykt og óþverra sem verður á veginum.    Það er gott að setja 1-2 dropa í lófana og nudda á bera húð til að verjast bitum en einnig undir hendurnar eða á fætur til að koma í veg fyrir líkamslykt.

Best er að taka með sér lítinn spreybrúsa og búa til sprey á áfangastað. 

 

Innihaldið :  Purification, Lavender og Piparmynta er skothelt í sprey við fjölmörg tilefni : 

 • Á líkamann sem pöddusprey
 • Undir hendur eða á fætur til að verjast óþef og fríska okkur upp
 • Í boli og föt sem er búið að nota smá en á að nota áfram
 • Í föt sem eru orðin þvæld í ferðatöskunni
 • Í ferðatöskuna sjálfa til að fá ferskan ilm í hana þegar hún er orðin „úldin“
 • Inn í hótelherbergi í ýmsum tilgangi
  • Í rúmin áður en maður leggst í þau – þú veist aldrei hvað var í því síðast.
  • Í rúmföt og handklæði til að losa burt lykt af kemískum ilm- eða þvottaefnum sem hafa verið notuð.
  • Inn í skúffur og skápa áður en þú setur fötin þín í þau.

Tea Tree er mjög góð í partýið.   Hana er frábært að bera á bit ef þau koma en einnig á bólur og sár sem ætla jafnvel ekki að gróa.  Það er magnað hvað getur sprottið upp á líkamanum í svona ferðalögum.  Tea Tree er mjög bakteríudrepandi olía og ég ber hana oft á fæturna á mér áður en ég fer að sofa til að tryggja góða fótaheilsu út ferðalagið því oft er gengið ansi mikið.

Copaiba hefur áður verið nefnd, en færri sem þekkja hana.  Copaiba er mjög öflug og róandi olía sem gerir kraftaverk í fótanudd eftir erfiðan göngudag.  Sama gildir um annað nudd, auma liði og stífleika.  Ég er að glíma við leiðinda verki í mjöðminni, sem gengur illa að finna útúr.  Sér í lagi finn ég þessa verki á nóttunni og gengur þá illa að sofa.  Copaiba var algjör bjargvættur í síðusta ferðalagi, sem taldi samtals fimm hótelherbergi og það síðasta með ansi stífu rúmi.

Ég á reyndar fleiri verkjaolíur í handraðanum og hef líka meðferðis blöndu af Wintergreen, PanAway, Cypress, Juniper og OrthoEase grunnolíu í glasi með rúllutappa á.  Þessa blöndu grip ég ósjaldan, bæði á nóttunni og einnig á aum hné, fætur og háls.  OrthoEase olían er nuddolía, þannig að það er gott að rúlla henni á auma svæðið og nudda svo til að lina verkina.

V-6 er önnur nuddolía/grunnolía sem ég hef alltaf meðferðis í smá brúsa.  Fyrir utan að vera frábær nuddolía þá er hún er fyrirtaks farðahreinsir og kemur svo í stað næturkremsins, þá með 1-2 dropum af Lavender olíu útí.   

Einnig nota ég sömu blöndu á soninn til að ná honum niður eftir langan dag, þ.e. nudda hann létt með Lavenderbættri   V-6.  Ég hef heyrt að V-6 sé góð vörn fyrir sólinni en hef ekki prófað hana sjálf þannig – hins vegar nota ég hana alltaf eftir sól og set þá Lavender og Frankincense dropa í hana.

Ég tek svo alltaf nokkur glös til viðbótar, en það eru bara olíur sem ég nota dags daglega heima við eins og hormónaolíurnar, Believe, sem styrkir mig og er líka ilmvatnið mitt. 
Valor – þú veist aldrei hvaða áskoranir þú færð upp í hendurnar á svona ferðalagi.  
Nú síðast notaði ég Harmony talsvert, enda tekur á að ferðast með 7 manna fjölskyldu og margt sem þarf að sætta og nokkrum sinnum greip ég líka í Grounding olíuna.

Þetta er vissulega smá listi af olíum, en á móti kemur að glösin eru lítil og ekkert aukalega í þeim sem eykur þyngd, eins og vatn eða fyllefni.  Flestar olíurnar eru til í litlum 5 ml. glösum sem mega fara í handfarangurinn.

Margar af þessum olíum eru í premium startpakkanum eða „Lyklinum„.  

Hann er líka á tilboði núna út júlí 2019 – en með pakkanum fylgja amk. tvær auka olíur og tvær 30 ml. spreyflöskur sem eru frábærar með í ferðalagið.  Smelltu hér til að skoða tilboðið 

 

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top