Share on facebook
Einstakar olíur

Fyrir börnin

Þegar maður er með ákveðin lífsstíl þá tekur maður óneitanlega eitthvað af honum með sér inn á vinnustaðinn.
Ég er leikskólakennari og að sjálfsögðu nota ég Young Living olíurnar í vinnunni líka. 

Fyrst þegar ég kynntist Young Living ákvað ég að prófa að bjóða börnunum að finna lyktina af Lavender áður en við fórum í hvíldina. Þessar elskur eru svo hreinskilnar og ég veit að ef þeim hefði ekki líkað það þá hefðu þau sagt mér það. En það voru flestir til í þetta og báðu um að fá Lavender aftur næsta dag og daginn þar á eftir. 

Auðvitað var ég ánægð með þetta og lít á þessi viðbrögð sem bestu meðmæli sem Young Living olíurnar geta fengið.  Ungar sálir eru svo hreinar og saklausar og börnin segja bara nákvæmlega það sem þeim finnst. 

Fyrst þau tóku svona vel í þetta ákvað ég að búa til sprey sem ég hef verið að nota fyrir hvíldina og stundum þegar ég vil skapa rólegt andrúmsloft. Aðal olían í því spreyi er Lavender en einnig set ég smá af Stress Away og smá af Peace & Calming, fylli svo upp með vatni. Þessari blöndu spreyja ég á koddana þeirra, bangsana þeirra og stundum í hárið þeirra.  

Þið getið ímyndað ykkur að ætla að ná að róa niður 22 fjögra ára gömul börn í einu litlu rými. Við leikskólakennarar erum ansi góðir í því en ég trúi því að þarna hjálpa olíurnar líka. 

Að ég tali nú ekki um mikilvægi þess að börn fái tækifæri til að slaka á, kyrra huga og líkama og æfa sig í því að gera ekki neitt. Heilinn þarf líka tíma til að vinna úr öllu því sem hann hefur verið að meðtaka fyrr um daginn áður en hann bætir meira við sem gerist það sem eftir lifir dags.

Ég er alltaf með nokkrar vel valdar olíur í veskinu mínu og stundum hef ég tekið olíubudduna mína með mér í samveru með börnunum. Þá hef ég leyft þeim að finna lyktina og svo ræðum við um lyktina, hvað minnir þessi lykt okkur á. 

T.d kalla krakkarnir lyktina af Stress Away nammi lykt af því að hún minnir þau á nammi. Ég held að það sé vanillulyktin sem þau finna og tengja hana við nammi. Svo finnst okkur voða gott að finna lyktina af appelsínuolíunni (Orange) af því að lyktin af henni er svo góð og hún gefur okkur svo mikla gleði. 

Ég hef líka sett nokkra dropa af Thieves og Purification í spreybrúsa sem við höfum inn á salerni deildarinnar og ég spreyja yfir takkann til að sturta niður, á setuna, á kranana á vaskinum og stundum spreyja ég þessari blöndu yfir borðin á deildinni áður en ég þurrka yfir þau með blautri tusku.     

  • Purification hefur einstaklega hreinan og endurnærandi ilm auk þess að vera búin hreinsandi eiginleikum. Hún hressir uppá andrúmsloftið og hreinsar óæskilega lykt.

  • Thieves er einstaklega kraftmikil olíublanda, hún bætir loftgæðin og eflir varnir þínar. Eðli þessarar blöndu gerir það að verkum að hún skapar óæskilegt umhverfi fyrir pöddur og sýkla til að fjölga sér og þannig deyja þeir smám saman út.

Fyrir kennarann

Ég nota Young Living ilmkjarnaolíurnar ekki bara með börnunum heldur nota ég þær mikið fyrir mig sem kennara þegar ég er í vinnunni. 

Eruð þið þreytt eftir að hafa haldið upp á barnaafmæli einn dag á ári?
Ímyndið ykkur að vera í barnaafmæli fimm daga vikunnar, 8 tíma í senn. Þá er nú gott að geta fengið smá hjálp frá ilmkjarnaolíunum frá Young Living. 

Ein af mínum uppáhalds er White Angelica en hún styrkir áruna mína og verndar mig fyrir neikvæðri orku annarra. Á hverjum morgni anda ég henni að mér og ber hana svo lauslega utan á mig/áruna.

Valor nota ég stundum þegar mig skortir hugrekki, sjálfstraust og styrk. T.d. er hún frábær stuðningur fyrir erfið samtöl, fyrirlestra og aðrar áskoranir. 

Believe nota ég þegar ég þarf að efla mig í trúnni á sjálfa mig. Belive er ofsalega falleg olía sem ég nota oft í stað ilmvatns. 

Svo nota ég Piparmyntuolíuna þegar ég þarf á hressingu að halda, t.d. þegar ég þarf á deildarstjórafund eða starfmannafund í lok vinnudags. Piparmyntuolían eykur nefnilega einbeitingu og er hressandi, auk þess sem hún vekur mann.

Svona nota ég Young Living olíurnar sem leikskólakennari.

Um höfundinn

Pálína Hildur Sigurðardóttir, gestabloggari er leikskólakennari á Sauðárkróki en býr á Hólum í Hjaltadal. 
Hún er jafnframt jógakennari í vatni, flotþerapisti og eigandi Aqua Jóga.

Pálína kynntist Young Living olíunum fyrst á ferð til Guatemala, þar sem hún lærði að drekka ekta kakó, með Orange olíu útí.  Þegar heim var komið varð hún að eignast þessa frábæru Orange olíu, sem má drekka út í kakóið.  Hún fann Einstakar Olíur og sló til og pantaði ekki bara Orange heldur allan startpakkann frá Young Living. 
Meðal olíanna í pakkanum er Lavender olían víðfræga, sem heillaði bæði Pöllu og barnahópinn á leikskólanum.  Lavender er aldrei langt undan í jógatímum hjá Pöllu.

Pálína kynntist olíunum og vöruúrvalinu frá Young Living smám saman og í dag eru þessar vörur ávallt fyrsta val þegar nauðsynjavörur vantar á heimilið, svo sem hreingerningar- og hreinlætisvörur auk olía.

Pálína býður Skagfirðingum og nærsveitamönnum upp á kynningar á Young Living kjarnaolíum – ekki hika við að hafa samband við hana því hún er stórskemmtileg viðkynningar.  Póstfangið hennar er aquajoga@gmail.com

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top