Share on facebook
Einstakar olíur
Þegar talið berst að ilmkjarnaolíum og bættri líðan eru margir sem hugsa : „Þetta er bara eitthvað fyrir gúrúa sem trúa á svona stöff. Þetta dót gerir pottþétt ekkert fyrir mig“. Hugsanlega er það rétt, því þetta dót gerir ekkert fyrir þig ... nema þú lærir að nota það.

Ég er sjálf dæmi um akkúrat þessa týpu sem er lýst hér að ofan.  Ég hef jú tekið vítamín og borðað grænmeti, en þar með er upptalið mitt úrval af náttúrulegum lausnum.  Ef ekki hefði komið til Kulnun, mikið úrræðaleysi og röð tilviljana, þá hefði ég líklega seint opnað augun fyrir ilmkjarnaolíum og að þær geti hugsanlega bætt liðan okkar á einhvern hátt.

Í dag vildi ég ekki fyrir nokkurn mun vera án þeirra!

Staðreyndir um ilmkjarnaolíur

Fyrst þú ert enn að lesa, er líklegt að þú sért forvitin(n) um kraft ilmkjarnaolía, og hér eru nokkrar staðreyndir :

 • Ilmkjarnaolíur eru unnar úr ýmsum plöntuhlutum svo sem : rótum, stilkum, blöðum, berki, blómum, blómum – jafnvel jurtinni allri eins og kryddjurtum.  Allt eftir því hvar kraftur jurtarinnar liggur.
 • Við vitum flest að jurtir voru notaðar til styrkingar og lækninga til forna, t.d af Egyptum, Rómverjum og Grikkjum, sem og í Evrópu fyrr á öldum. 
 • Nútíma tækni við vinnslu ilmkjarnaolía gerir þær enn öflugri en á þessum tímum.
 • Framleiðsluaðferð ilmkjarnaolíu skiptir sköpum varðandi gæði hennar og þar með einnig virkni.

Svo eru hér nokkrar staðreyndir um Young Living ilmkjarnaolíurnar :

 • Young Living eimar jurtirnar við eins lítinn hita og þrýsting og unnt er og á eins löngum tíma og þarf til að ná sem mestu af krafti jurtarinnar í olíuna.   
  Þessi aðferð skilar olíu í mun meiri gæðum en ef að jurtin er eimuð við háan hita og þrýsting (og þar með á mun styttri tíma), sem gerir hana þá líka ódýrari en að sama skapi alls ekki eins kröftuga.
 • Engum aukaefnum er blandað í Young Living olíurnar til að drýgja þær.
 • Aukaefni sem eru notuð í ilmkjarnaolíur eru oftast bæði glær og lyktarlaus, svo við áttum okkur ekki á hvort þau eru í ilmkjarnaolíu sem við notum eða ekki.  Young Living olíurnar eru allar vottaðar með Seed to Seal vottuninni, sem tryggir okkur 100% hreinar olíur án nokkurra aukaefna.
 • Ilmkjarnaolíurnar frá Young Living eru almennt án varúðarmerkinga því það má nota flestar þeirra beint á húðina – þó þannig að heitar olíur eða þær sem húðin þín þolir illa þarf að blanda með hreinni olíu (t.d. V-6 frá YL eða ólívuolíu) og einnig þarf að blanda ilmkjarnaolíur þegar þær eru notaðar á börn.
 • Margar af Young Living ilmkjarnaolíunum hafa farið í gegnum vottun þess efnis að það megi nota þær til heilsubótar sem bætiefni með inntöku.  Þetta gildir t.d. um Piparmyntu, Sítrónu, Orange, Tengerine, Fennel, Lime, Lavender, R.C., DiGize, Thyme, Oregano, Black Pepper, Cardamom og margar fleiri.
 • Þú mátt ALDREI gefa þér að ráð sem eru gefin varðandi Young Living ilmkjarnaolíur gildi um olíuna sem þú átt frá öðrum framleiðanda.  Við berum enga ábyrgð á olíum frá öðrum.

Löng upptalning en í stuttu máli gildir sú staðreynd að við erum að færast aftur til fyrri tíma, þegar jurtir gengdu stóru hlutverki í vellíðan fólks.

Og þá komum við að kjarna málsins :  Langar ÞIG að læra að nota ilmkjarnaolíur til að láta þér liða betur ?

Við eimun á jurtum þá gerist það að til verður loftkenndur vökvi, sem við köllum ilmkjarnaolíu.  Í sjálfu sér eru olíurnar ekki fitur, því þær innihalda ekki fitu, heldur fituleysanleg efni sem bindast fitum og geta smogið inn í frumurnar okkar og stutt við starfsemi líkamans.

Sumar olíur styðja við líffæri og líkamskerfi eins og vöðva, sinar, meltingu, blóðrásarkerfi – eitthvað sem ég kalla oft „líkamlegar olíur“ á meðan aðrar styðja við taugaboð, randkerfi (lymbic system) og tilfinningastöðvar heilans – eða meira andlegar / tilfinningaolíur.  
Svo eru enn aðrar sem styðja boðefni og hormónakerfin okkar.

Margir hugsa sem svo að fá sér eina olíu til að lækna eitthvað sem hrjáir, sem dæmi : gigt, exem eða psoriasis.   Það að einblína svona á einhvern einn þátt gæti orðið til þess að olíur muni ekki gagnast þér, því þær eru alls ekki hugsaðar sem lækning og alls ekkert víst að rétta olían verði fyrir valinu.

Rétta viðhorfið er að fá sér ilmkjarnaolíur til að auka vellíðan og þá gæti niðurstaðan komið skemmtilega á óvart.   

Ilmkjarnaolíur virkja likamann sjálfan nefnilega í mörgum tilfellum til að starfa betur, frekar en að þær séu að laga eitthvað sem er að.  Þannig getur samspil af olíum sem efla líkama og sál orðið til að auka vellíðan og auka virkni á stöðum sem þarf að efla.

 

Hvaða olíu á ég að nota?

Hér er upptalning á „einkennum“ og olíum sem eru góðar við ýmis mismunandi tilefni.  Það er engin ein olía alltaf sú rétta, því líkaminn svarar þeim mismunandi og líka á mismunandi tímum.  Það er þekkt að olía sem gerir ekkert fyrr mann í eitt skipti getur orðið sú allra nauðsynlegasta seinna meir

Orka

Piparmyntan er sú olía sem kemur lang fyrst upp í hugann þegar mig vantar orku og kraft, Lemon hentar mörgum og svo er t.d. blandan En-R-Gee mjög góð orkublanda, eins og nafnið gefur til kynna.  Það er annars ekki hægt að tala um góðan orkugjafa án þess að nefna NingXia línuna, bæði RED safann og einnig NingXia Nitro.

Einbeiting

Þegar kemur að því að finna olíur sem eykur einbeitingu kemur piparmyntan einnig mjög sterk inn.  Stress Away er svo allt önnur nálgun að góðri einbeitingu, því með henni slaknar á spennu og stressi og þannig situr eftir skýrari sýn á viðfangsefnið.  Frankincense róar hugann og eykur fókus, Orange framkallar gleðiáhrif sem eru góð fyrir einbeitingu og einnig á Young Living olíurnar Clarity og Brain Power

Stress og streita

Margar olíur eruð góðar við stressi og til að jarðtengja, svo sem Stress Away, Lavender, Frankincense, Orange, Copaiba, Peace and Calming, Harmony, Believe …. þær eru í raun óteljandi margar og mjög persónubundið hvað hentar best.

Ónæmiskerfið

Thieves olían er algjör sigurvegari í styrkingu ónæmiskerfisins og hún ætti að vera til á öllum heimilum.  Negulolía (Clove) ein og sér er með lang hæsta andoxun af öllum ilmkjarnaolíum og er því mjög styrkjandi en hún er ein af olíunum fimm í Thieves blöndunni.  NingXia RED safinn, Exodus II olían, Frankincense og bætiefnið Inner Defence  eru öll á lista yfir frábæra hluti til styrktar ónæmiskerfinu.

Vöðvaverkir og -spenna

Það eru til mjög margar góðar olíur fyrir auma vöðva, svo sem Peppermint, PanAway, Copaiba, RC, Aroma Siez, Deep Relieve og Lavender.  Cool Azul er frábært vöðvagel og svo eru það nuddolíurnar.   V-6 er alveg hrein jurtaolía sem má bæta hvaða ilmkjarnaolíu sem er út í og einnig eru til Ortho Ease og Ortho Sport, sem eru nuddolíur með sérvöldum vöðvaslakandi ilmkjarnaolíum í.

Slökun

Hvað hentar þér við slökun ?  T.d. Lavender, Frankincense, Stress Away, Copaiba, Peace and Calming, Valor, Highest Potential, Northern Lights Black Spruce  … það er til langur listi af góðum slökunarolíum frá Young Living og best að byrja á þeim sem koma með startpakkanum og prófa sig svo áfram.

Hreinsun

Lemon, Purification, Thieves, Tea Tree, Fennel, Lime .. allt eru þetta olíur með mjög hreinsandi eiginleika, hvort sem er fyrir kroppinn eða heimilið. 

Húðin

Ilmkjarnaolíur geta gert mjög mikið fyrir húðina, bæði í andliti og allan líkamann.  Lavender, Frankincense, Copaiba, Orange, Cedarwood, Helicrysum og Geranium eru dæmi um olíur sem eru góðar fyrir húðina, en gegna jafnframt mörgum fleiri hlutverkum.

Öndunarkerfið

Nokkrar olíur og blöndur horfa sérstaklega á öndunarkerfið eins og RC, Peppermint, Breathe Again og einnig er Thieves virkilega góð til innöndunar og í að styrkja ónæmiskerfið og þar með öndunarkerfið.

Þessi upptalning á einkennum eða úrlausnarefnum snertir marga þætti daglegrar líkamsstarfsemi sem við leitumst við að bæta og þar með líða betur.  Í fæstum tilfellum þurfum við bara að bæta eitthvað eitt og þá er allt fullkomið, heldur er það samspil af mörgum góðum þáttum sem stuðla að vellíðan. 

Þið takið kannski eftir því að ég minnist ekki einu orði á ilm eða lykt af olíunum (fyrr en nú).  Það er einfaldlega vegna þess að fyrir mér er ilmurinn af olíunum hrein og klár aukaverkun.  Vissulega ánægjuleg aukaverkun, því flestar ilma þessar olíur dásamlega, en ilmurinn er þó ekki það sem við erum að sækjast eftir í alvöru, ekta ilmkjarnaolíum, heldur er það virknin sem allt snýst um.

Þær olíur í upptalningunni sem eru með hlekk (fjólubláar) eru þær olíur sem fylgja með þegar keyptur er pakki með 12 ilmkjarnaolíum.   Í þessum pakka er mjög breitt úrval af olíum sem styðja við grunnþarfir okkar.  Þessi pakki kemur með ilmolíulampa og er á mjög miklum afslætti frá Young Living.  Hann er því lang besta leiðin og sú sem flestir velja sem sinn upphafspunkt til að kynnast töfrum ilmkjarnaolía og hvernig þær geta aukið vellíðan hjá okkur.

Í pakkanum fylgja líka tvö bréf af NingXia safanum, en NingXia safinn er frábær uppspretta góðrar orku fyrir okkur.  Ef þér er virkilega umhugað um góða heilsu ætti NingXia algjörlega að vera partur af daglegri rútínu hjá þér!
Smelltu á þennan hlekk til að kynna þér NingXia RED

Með því svo að skrá sig inn undir einhvern af ört stækkandi hópi meðlima í Einstökum Olíum, fylgir einnig með 20 daga Facebook námskeið, sem kennir þér að nota olíurnar í pakkanum á allan hugsanlegan máta. 
Einnig tekur þú næstu skref í því að kynna þér fleiri ilmkjarnaolíur frá Young Living, en þá ertu komin með góðan grunn til að byggja á.

Svo hvert er svarið við spurningunni : Langar þig til að líða betur? 
Ef það er játandi, þá ráðlegg ég þér að hafa samband og taka næstu skref í átt að vellíðan :

Skildu eftir skilaboð

Um mig

Eru ilmkjarnaolíur eitthvað fyrir þig ?
Markmið mitt hjá Einstökum Olíum er að sem flestir prófi Young Living olíurnar og finni hvað þær gera. 
Einnig lofa ég góðum stuðningi til þeirra sem gerast viðskiptavinir og vilja fá upplýsingar og aðstoð.

Eldri blog

Scroll to Top