Stresslaus förðun

Það eru ófáar krónurnar sem ég hef eytt í alls kyns skrúbba, maska, hreinsi- og bólukrem því húðin á mér var alltaf gróf og full af drullu. Ég var löngu búin að sætta mig við að unglingsárin myndu líklega seint líða hjá þegar kæmi að húðinni minni sem var alltaf öll í bólum og útbrotum. Það var alveg sama hvað ég keypti dýrt og flott – aldrei gáfu bólurnar sig og ekki varð ég neitt fallegri.